2460

2 Miðvikudagur 1. ágúst 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Stúdíó Sport studiosportselfossi studio-sport Austurvegi 11, Selfossi Virka daga: 10-18 Laugardaga: 10-16 Nýjar vörur frá Adidas L augardaginn 21. júlí sl. var haldið upp á fimm ára afmæli Fischersetursins á Selfossi. Athöfnin hófst í Laugardælakirkju með minn- ingarathöfn um skákmeistarann Bobby Fischer. Athöfnin var í umsjá séra Kristins Ágústs Friðfinnssonar fv. sóknarprests Selfosskirkju. Ræðumaður var Davíð Oddsson fv. forsætis- ráðherra. Hann rifjaði upp atriði frá uppeldisárum sínum hjá afa sínum Lúðvíki Norðdal lækni á Selfossi. Þá lýsti Davíð sinni aðkomu að því að reyna að fá bandarísk stjórnvöld til að sýna Bobby Fischer mildi þó hann hefði teflt í Júgóslavíu 1992 og þá þvert á bann Bandaríkja- manna. Á þessum tíma geisaði borgarastyrjöld í Júgóslavíu og vegna þess voru vesturlanda- þjóðirnar með viðskiptabann á Jógóslavíu. Davíð nefndi í ræðu sinni að eftir þetta hafi Bobby Fischer verið eftirlýstur af Bandaríkjastjórn og eftir viðbrögð hans við árásunum á tvíburaturnana í New York hefði verið sérstaklega erfitt að eiga við bandarísk stjórnvöld. Davíð sagði einnig frá sínum þætti í því að frelsa Fischer frá Japan með því að hann fengi íslenskt vegabréf. Alþingi Íslendinga samþykkti 21. mars 2005 íslenskan ríkisborgararétt fyrir Bobby Fischer og tveimur Haldið upp á 5 ára afmæli Fischerseturs dögum síðar lenti hann á Reykjavíkurflugvelli. Davíð telur að það hefði ekki síst verið að þakka öflugum baráttuhópi vina Fischer að það tókst að leiða þetta mál í heila höfn. Þá söng Dagný Halla Björns- dóttir nokkur lög. Að athöfn lokinni var boðið upp á kaffi í Fischersetri. Þar héldu Guð- mundur G. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri einvígisins 1972, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Guðbjörg Jónsdóttir og Guðni Ágústsson fv. landbúnaðarráðherra ávörp. Friðrik Ólafsson stórmeistari og Davíð Oddsson Kirkjugestir í Laugardælakirkjugarði. N okkrir félagar úr Leikfélagi Selfoss ætla að leggja land undir fót og ganga á fjórum dögum yfir fjöll og firnindi. Ferðin er í raun leik- og gangverk sem ber nafnið „Ég held ég gangi heim, ævintýri á gönguför“. Ferðin hefst í Mosfellsbæ nánar tiltekið á Reykjum í Reykjadal. Haldið er af stað og ferðinni heitið alla leið í Litla leikhúsið við Sigtún 1 á Selfossi. Á leiðinni verða leikræn, ljóðræn og söngleg tilbrigði lífs og náttúru höfð í hávegum og munu leikfélagar sem og allir sem vilja fylgja þeim, spinna saman ljúfa daga. Gústav Stolzenwald leikstjóri og leiðsögumaður ferðarinnar segir: „Þessi ferð er farin í tilefni þess að Leikfélag Selfoss er 60 ára á árinu og hugsuð til að styrkja andann, sem og fjárhag félagsins en hóflegt gjald verður tekið fyrir þátttöku. Gangan er 60 km löng sem hæfir tilefninu vel. Auðvitað gæti vantað aðeins upp á þá vegalengd, en þá dönsum við bara það sem upp á vantar“. „Verkið er í fjórum þáttum þar sem hver þáttur er sjálfstætt verk. Hver þáttur tekur einn dag. Þetta verður því sennilega eitt af lengstu leikverkum Íslands- sögunnar. Vonandi sjá sér margir fært að koma með og taka þátt. Hver og einn þátttakandi mun setja mark sitt á verkið sem fullgildur leikari og göngu- maður.“ Gangan er samtals fjórir dagar í heildina. Allar dag- leiðirnar eru sirka 14-15 km. Reiknað er með að gangan geti tekið allt frá fimm tímum upp í átta tíma hvern legg. Það fer alveg eftir því hvað verður gaman! Laugardagurinn 11. ágúst Dagur 1 Gengið frá Reykjum í Mosfellsbæ um Reykjaborg, Þverfell og Lyklafell að Litlu- kaffistofunni í Svínahrauni. Laugardagurinn 18. ágúst Dagur 2 Gengið frá Litlu-kaffistofunni gamla þjóðveginn í átt að Kolviðarhóli. Haldið upp Hús- múlann, Innstadal og Hengla- dali allt til enda dagleiðarinnar á Ölkelduhálsi. Sunnudagurinn 19. ágúst Dagur 3 Gengið frá Ölkelduhálsi og um Ölkelduhnjúk að botni Reykja- dals. Þaðan um hnjúka og skörð niður í Dalakaffi. Áfram haldið um skógarstíga innan Hvera- gerðis og austur að gróður- stöðinni Nátthaga. Laugardagurinn 1. september Dagur 4 Gengið frá Nátthaga um Grafningsháls á Inghól á Ingólfsfjalli og þaðan sem leið liggur að vörðunni ofan við Þórustaðanámuna, og síðan gamla þjóðveginn í Litla leikhúsið við Sigtún þar sem endir leik- og gangverksins verður fluttur. Þeir sem vilja kynna sér ferðina betur geta farið á síðu verkefnisins á Facebook undir nafninu „Ég held ég gangi heim „Ævintýri á gönguför.“ Einnig má skrá sig í veffangið gongufor@leikfelagselfoss.is. Kostnaði er stillt í hóf. Þá er bent á að fjöldatakmörkun er á þátttöku og rútur notaðar til flutninga. Því þarf að skrá sig í ferðina síðasta lagi tveim dögum fyrir brottför hverrar dagleiðar. Leikfélag Selfoss verður 60 ára - Leik- og gönguverk í tilefni afmælisins Innstidalur. Mynd: Leikfélag Selfoss. Þorlákshöfn skartar sínu fegursta fyrir Unglingalandsmót UMFÍ A llt er að smella saman fyrir Unglingalandsmót UMFÍ. Búið er að undirbúa mótið í langan tíma og undirbúningurinn er að skila sér. Vinnu er að mestu lokið við strandblakvöll sem tekinn verður í notkun á mótinu. Sama má segja um nýjan frisbígolfvöll sem verið er að leggja lokahönd á. Í Íþrótta- miðstöðinni voru teknir í notkun nýir heitir pottar þann 26. júlí. Það voru makindalegir gestirnir sem böðuðu sig í sólinni í nýju pottunum. og ljóst að vel á að taka á móti gestum mótsins. -gpp Annar af nýju pottunum í sundlaug Þorlákshafnar. Mynd: gpp

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz