2460

16 Miðvikudagur 1. ágúst 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Vegna viðgerða verður brúin yfir Ölfusá lokuð í viku um miðjan ágúst. Áætlað er að loka þann 12. ágúst á mið- nætti, opna fyrir morgunumferð kl. 6 þann 13. ágúst og loka svo aftur kl. 20 sama dag. Nýtt brúargólf verður steypt um nóttina, steypan er nokkra sólar- hringa að harðna og áætlað er að hægt verði að hleypa aftur umferð á brúna þann 20. ágúst. Ástæður lokunar • Brúin er orðin mjög slitin og eru hjól- för orðin 40-50 mm djúp. • Dagleg umferð um Ölfusárbrú yfir sumartímann er ca. 17.000 bílar á sólarhring. • Breidd brúarinnar er aðeins 6,1 metrar og áætlað vinnusvæði 3,3 metrar þannig að ómögulegt er að halda einni akrein opinni fyrir almenna umferð. • Umferðastýring myndi tefja vinnu mikið og gæti tvöfaldað, jafnvel þrefaldað framkvæmdatímann. • Miklar tafir og raðir myndu myndast sitt hvoru megin við brúna. • Áætlaður tími í viðgerð er rúmur og ef veðurlag er hagstætt er gert ráð fyrir að þetta taki skemmri tíma. • Ágúst er valinn með það í huga að steypan verði fljótari að harðna, skólahald verður ekki byrjað og aðeins er byrjað að hægja á umferð ferðamanna. Hjáleið verður m.a. um Þrengsli (39) og Óseyrarbrú á Eyrarbakkavegi (34). Í uppsveitum eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut (35). Skálholtsveg (31), Bræðratunguveg (359) og Skeiðaveg (30). Gangbrautin á Ölfusárbrú verður opin á framkvæmdatímanum. LOKUN Á ÖLFUSÁRBRÚ VIÐ SELFOSS Við förum 2 ferðir á dag á Hellu og Hvolsvöll alla virka daga Sími 772 6010 „Kiljan í kirkjunni“ er yfirskrift næstu tónleika á tónlistarhátíð- inni Englar og menn í Strandar- kirkju í Selvogi sunnudaginn 5. ágúst nk. kl. 14. Þar koma fram Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran, Jón Svavar Jós- efsson barítón og með þeim leikur Guðrún Dalía Salómons- dóttir á píanó og orgel. Þau flytja dagskrá helgaða Halldóri Kiljan Laxness. Flutt verða m.a. lög eftir Jórunni Viðar, Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Ásgeirsson. Áhugasömum er bent á að kynna sér verkefnið á Facebook-síðu verkefnisins Englar og menn – Tónlistarhátíð í Strandarkirkju. Tónlistarhátíðin Englar og menn í Strandakirkju L okamánuður Menningar- veislu Sólheima er í ágúst. 9HUVOXQ NDI¿K~V RJ VêQLQJDU eru af því tilefni með opið frá kl. 12 - 19:30 alla daga. Laugar- daginn 4. ágúst eru tónleikar í Sólheimakirkju klukkan 14. Kristi Hanno klarínettuleikari IUi %DQGDUtNMXQXP PXQ À\WMD nokkur klarínettuverk eftir ýmis tónskáld. Komið á einstaka klar- ínettupplifun þar sem áhorfend- ur verða hluti af tónlistarsköp- uninni með spunaleikjum. Menningarveisla Sólheima heldur áfram Kristi Hanno klarínettuleikari frá Bandaríkjunum. S íðasta tónleikahelgi Sum- artónleika í Skálholti verð- ur um verslunarmannahelgina. Fyrstu tónleikarnir verða haldn- ir föstudagskvöldið 3. ágúst klukkan 20. Þar koma fram Sólveig Thoroddsen hörpuleik- ari og lútuleikarinn Sergio Coto Blanco, sem er fæddur í Kosta Ríka. Sólveig og Sergio starfa bæði í Þýskalandi og eiga að baki langt nám í sögulega upplýst- XP WyQOLVWDUÀXWQLQJL (IQLVVNUi þeirra spannar þrjár aldir, elstu verkin frá 14. öld og höfundarn- ir ítalskir, enskir og franskir, en HLQQLJ À\WMD KOMyèI UDOHLNDUDUQ - ir eigin útsetningar á íslenskum þjóðlögum. Þessir tónleikar verða endurteknir laugardaginn 4. ágúst klukkan 14. Konur í öndvegi Þann sama dag klukkan 16 leikur hinn margverðlaunaði kammer- hópur Nordic Affect efnisskrána „Hún“. Eru þeir tónleikar til- einkaðir tónlist kvenna og verð- ur leikin barokktónlist á upp- runahljóðfæri. Þessi efnisskrá verður endurtekin sunnudaginn 5. ágúst klukkan 14 og klukkan 16 sama dag flytur Nordic Af- fect ný verk eftir staðartónskáld Sumartónleikanna 2018 þær Báru Gísladóttur og Bergrúnu Snæbjörnsdóttur auk verka eftir víetnamska tónskáldið Luong Hue Trinh og Veronique Vaka frá Kanada. Starf Nordic Affect einkennist af nýstárlegri nálgun og frumleika í verkefnavali en hópurinn hefur frá upphafi flutt allt frá danstónlist 17. aldar til raftónlistar okkar tíma. Nord- ic Affect hefur haldið tónleika víða um lönd og má einnig finna leik hópsins á hljómdiskum. Í október er væntanlegur hljóm- diskurinn He(a)r með Nordic Afffect í útgáfu Sono Luminus. Áhugasömum er bent á að fara á veffangið www.sumarton- leikar.is til að kynna sér tónleik- ana. Einnig er hægt að hafa sam- band símleiðis við Skálholtsstað. Ókeypis er á viðburðinn. Sumartónleikar í Skálholti

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz