2455

8 Miðvikudagur 27. júní 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Nýr meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Hveragerði? N ýverið gerðu Frjálsir með Framsókn samkomulag við meirihluta Sjálfstæðisflokksins og tryggðu sér þannig fjögur nefndarsæti af þeim átta sem tilheyra minnihluta bæjar­ stjórnar Hveragerðisbæjar. Báðir flokkarnir gera mikið úr því að þetta hafi verið til að tryggja að raddir allra kjörinna fulltrúa heyrist í nefndum bæjarins og kalla þetta lýðræði. Það sem þau hafa sleppt að nefna er að á sama tíma og Framsókn tók ákvörðun um að vinna með meirihlutanum var flokkurinn enn í samningaviðræðum við Okkar Hveragerði um skiptingu nefndarsætanna án þess að upplýsa um að þau væru búin að gera samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn. Það geta ekki talist traust eða fagleg vinnubrögð af hálfu Framsóknar. Skipting nefndarsæta Í Hveragerði eru fjórar fasta­ nefndir og í hverri þeirra sitja fimm pólitískt skipaðir fulltrúar. Meirihluti bæjarstjórnar (Sjálf­ stæðisflokkurinn) skipar þrjá aðila í hverja nefnd til að fylgja eftir sínum áherslum og minnihlutinn skipar tvo full­ trúa í hverja þeirra. Okkar Hveragerði fékk þriðjung allra greiddra atkvæða í nýaf­ stöðnum kosningum og tryggði sér þannig fjögur af nefndar­ sætum minnihlutans en semja þarf um skiptingu hinna fjögurra sætanna. Ef ekki næst samkomulag gera sveitar­ stjórnarlög ráð fyrir að hlutkesti á milli allra flokka í bæjarstjórn ráði því hvar fimmta nefndar­ sætið í hverri nefnd lendir. Aðeins eitt nefndarsæti Í ljósi mikils muns á kjörfylgi Okkar Hveragerðis (33%) og Framsóknar (14,5%) fór Okkar Hveragerði fram á að fá eitt af þessum fjórum nefndarsætum sem þurfti að semja um. Það hefði þýtt að Framsókn hefði átt kjörinn fulltrúa í þremur nefndum en áheyrnarfulltrúa í þeirri fjórðu. Þessu hafnaði Framsóknarflokkurinn og taldi eðlilegt að þeir 215 manns sem kusu flokkinn hefðu jafnmarga fulltrúa í nefndum og þeir 489 sem kusu Okkar Hveragerði. Framsókn vildi því láta reyna á hlutkesti sem gæti orðið til þess að meirihluti Sjálfstæðisflokksins fengi fleiri fulltrúa í hverri nefnd í stað þess að vinna með Okkar Hveragerði í að efla minnihlutann og skipta þessum fjórum nefndarsætum í takt við kjörfylgi. Sátu á upplýsingum Í samningaviðræðum við Fram­ sókn lagði Okkar Hveragerði til við Framsókn að hlutkestið yrði aðeins á milli þessara tveggja flokka. Á meðan beðið var eftir svari fréttist á skot­ spónum að Framsókn hefði gert samkomulag við Sjálf­ stæðisflokkinn nokkrum dögum áður og þannig tryggt sér þessi fjögur nefndarsæti. Þetta gerði Framsókn án þess að upplýsa Okkar Hveragerði um ákvörðun sína og slíta viðræðunum eins og eðlilegt hefði verið að gera. Er Framsókn í meirihluta næstu fjögur árin? Með samningi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins um nefnda­ skipan virðist nýr meirihluti hafa vera myndaður í Hveragerði. Því til stuðnings má nefna að á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar kaus Framsókn með tillögu Sjálfstæðisflokksins að ráða pólitískt kjörinn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem bæjar­ stjóra, þvert á kosningaloforð sitt um faglega ráðinn bæjarstjóra. Öflugt aðhald frá Okkar Hveragerði Með meirihlutasamstarfi Fram­ sóknar og Sjálfstæðisflokksins er ljóst að Okkar Hveragerði verður eini flokkurinn í minnihluta í bæjarstjórn Hvera­ gerðisbæjar næstu fjögur árin. Okkar Hveragerði ætlar að veita meirihlutanum öflugt aðhald, sjá til þess að íbúar fái upplýsingar um rekstur bæjarins og að þeir taki þátt í stjórnun hans. Njörður Sigurðsson Þórunn Pétursdóttir Friðrik Örn Emilsson Sigrún Árnadóttir Deildarstjóri og leikskólakennari óskast Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir deildarstjóra og leikskólakennara í 100% stöðu frá 7. ágúst 2018. Leikskólinn er staðsettur í Bláskógaskóla í Reykholti Biskupstungum og starfar í anda Reggio Emilia stefnunnar. Í leikskólanum starfar samstillt, glaðlynt og metnaðarfullt starfsfólk og mikil áhersla er lögð á góðan staðblæ og vellíðan barna. Auk þess er mikil og góð samvinna á milli leik- og grunnskólans í Reykholti. Fáist ekki leikskólakennari til starfsins er heimilt að ráða annan í stöðuna. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Lieselot Simoen, leikskólastjóri í síma 480 3045. Umsóknir sendast á netfangið lieselot@blaskogabyggd.is . Umsóknarfrestur er til 5. júlí 2018. Deildarstjóri Helstu verkefni: • Ber ábyrgð á stjórnun, skipu- lagningu, framkvæmd og mati á starfi deildarinnar • Vinnur að uppeldi og menntun barna • Foreldrasamstarf Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun • Góð íslenskukunnátta • Sjálfstæði frumkvæði og góð samskiptahæfni • Jákvætt viðhorf og sveigjanleiki í starfi • Ánægja af því að starfa með börnum • Reynsla er æskileg Leikskólakennari Helstu verkefni: • Vinnur að uppeldi og menntun barna • Vinnur að faglegu starfi og samvinnu innan skólans • Foreldrasamstarf Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun  • Góð íslenskukunnátta • Sjálfstæði, frumkvæði og góð samskiptahæfni • Jákvætt viðhorf og sveigjanleiki í starfi • Ánægja af því að starfa með börnum Bláskógabyggð JÁVERK-völlurinn Föstudaginn kl 19:15 Starf í fiskeldi Veiðifélag Eystri-Rangár óskar eftir að ráða starfsmann til sumarafleysinga að fiskeldistöð félagsins að Laugum í Landssveit. Um fram­ tíðarstarf gæti verið að ræða. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar veitir: einar@ranga.is og gsm 894 1118. Bryggjuhátíð á Stokkseyri fornbíla og markaðsstemning verður í grunnskólanum. Dagskrá lýkur á sunnudeg­ inum 8. júlí að lokinni lopa­ peysumessu á bryggjunni. Alla helgina verða vinnu­ stofur listamanna, söfn og veitingastaðir opnir gestum. Lögð er áhersla á að skemmtiatriði og leiktæki séu án endurgjalds og því tilvalið fyrir fjölskyldur að koma og eyða stund í fallegu þorpi, taka þátt í dagskránni, upplifa fjöruna, náttúruna og mannlíf á Stokkseyri. Allar frekari upplýsingar og dagskrárliði má finna á facebooksíðu hátíðarinnar. B ryggjuhátíð á Stokkseyri verður haldin dagana 6.– 8. júlí næstkomandi. Hátíðin verður öll hin glæsilegasta þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst formlega á föstudagskvöldinu 6. júlí með brennu, söng og skemmtiatriðum á Bryggjunni. Laddi mætir með skemmtiatriði og Magnús Kjartan spilar undir bryggjusöng. Á laugardeginum 7. júlí mun leikhópurinn Lotta sýna Gosa á sjopputúninu, andlitsmálning verður í boði, sem og leiktæki frá Hopp og Skopp. Von er á Krúserklúbbnum með glæsilega

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz