2453

4 Miðvikudagur 13. júní 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Útgefandi: Dagskráin,Eyravegi25,800Selfoss, sími4821944, fax4822835 ,dagskrain@prentmet.is. Ritstjóriogblaðamaður: ÖrnGuðnason, sími8560672, orng@prentmet.is . Auglýsingar: KatlaHarðardóttir, sími4821944 ,katla@prentmet.is Dagskráinkemurútáhverjum miðvikudegi.Alltefniogauglýs- ingarberist íPrentmet,Eyravegi 25,Selfossi, fyrirhádegiámánu­ dögum.Upplag9400eintök. Dreiftókeypis íallar sýsluraustan Hellisheiðar.Dagskráineraðiliað samtökumbæjar-oghéraðsfréttablaða. ISSN 1670-407X Svansmerkið, Prentgripur, 1041 0858 Ég ætla að skora á saumósystur mína hana Ester Hafdísi Ás- björnsdóttir til að vera næsta matgæðing, ég veit hún er búin að bíða lengi eftir þessu tækifæri og mun bjóða upp á eitthvað girni- legt. Matgæðingar eru beðnir að senda á dagskrain@prentmet.is uppskrift ásamt mynd af sér eigi síðar en á sunnudegi. Kryddið fiskinn með salti og pipar og leggið hann á smjör- pappír í ofnskúffu. Salsa: 3 msk smjör 3 msk hunang 1/2 rauðlaukur, skorinn í bita 1/2 papríka, skorin í bita 1/2 Mangó, skorið í bita 1 tómatur, skorinn í bita 4 msk maís (má sleppa) 1 tsk engifer, smátt skorið 1/2 chili-aldin, skorið í bita 2 msk kóriander, smátt saxað 1 msk sítrónusafi 1 msk ljóst balsamikedik 1/2 tsk salt Setjið allt hráefni í pott og látið krauma þar til smjörið og hunangið hefur samlagast grænmetinu vel. Dreifið sals- anu yfir fiskinn og bakið í ofn- inum undir vel heitu grilli í 3 mínútur. Berið fram með góðu brauði. Súkkulaðiberjabomba Kókosbollur Toblerone Daim Jarðarber Bláber Rifsber Skerið kókosbollurnar, súkku­ laðið og jarðberin niður í hæfi- lega bita, setjið allt í eldfast- mót og grillið þar til rétturinn er heitur í gegn og súkkulaðið bráðnað. Berið fram með ís. Jódís Ásta Gísladóttir er matgæðingur vikunnar. Takk Kolla mín fyrir að skora á mig. Ég held að ég geti seint talist mikill matgæðingur þar sem mín matseld snýst mest um að hafa hlutina einfalda og fljótlega. En mig langar að deila með ykkur uppskrift að Bruchetta sem er hægt að nota sem for- rétt, léttan rétt í saumaklúbbinn eða brunch. Léttum og sumar- legur fiski fyrir aflaklærnar og súkkulaðiberjabombu í eftir- rétt. Geitaosta-Bruchetta með vínberjum (fyrir 4–6) 2 msk hlynsíróp 3 msk ólífuolia 2 msk hvítt balsamikedik Gróft salt Svartur nýmalaður pipar 2 greinar ferskt timían 25–30 vínber skorin í tvennt 6–10 sneiðar snittubrauð 3–4 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif, skorið í tvennt 1/2 poki klettasalat eða bland- að salat 4 sneiðar hráskinka 1 rúlla geitaostur eða annar mjúkur ostur 1 dl pekanhnetur, ristaðar og saxaðar Stillið ofninn á grill. Blandið saman í skál sírópi, ólífu- olíu, balsamikediki og timían, bragðbætið með salti og pip- ar. Setjið vínberin saman við og látið standa í 20–30 mín. Penslið brauðið með ólífuolíu og látið grillast inni í ofni í 1–3 mín. Nuddið skorna hlutan- um af hvítlauksgeiranum vel á olíuborna hluta brauðsins. Setjið smá salat ofan á hverja brauðsneið, síðan hálfa hrá- skinkusneið ásamt ostinum og vínberjunum með safanum. Sáldrið hnetunum yfir í lok- in og bragbætið með pipar og grófu salti. Það má líka rista brauðið í brauðrist og setja olíuna á eftir á ef tíminn er naumur. Gljáðar laxasneiðar með hunangssósu (fyrir 4) 500 gr lax eða silungur Salt og nýmalaður pipar Sunnlenski matgæðingurinn Þ rjú félög sendu keppendur til leiks á héraðsmót HSK í sundi sem haldið var haldið í sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði 5. júní sl. Selfoss vann stigakeppni fél­ aga með 82 stig, Hamar varð í öðru sæti með 54 stig og Suðri í því þriðja með 14 stig. Selfyssingar tryggðu sér fimm HSK meistaratitla, en Sara Ægisdóttir vann þrjár greinar og Sigurleif Sigurðardóttir og Hallgerður Höskulsdóttir einn titil hvor. Hamarskeppendur unnu einnig fimm titla. Guðjón Ernst Dagbjartsson vann þrjár Þrjú félög tóku þátt í héraðsmóti HSK í sundi greinar og María Clausen vann tvær. Suðrakeppandinn Skúli Bárðarsson tryggði svo sínu fé- lagi einn titil. Heildarúrslit og fleiri myndir eru á www.hsk.is. Myndir: Sigurbjörg Haf- steinsdóttir Í síðustu viku heimsótti Tómas Þóroddsson, landshlutafulltrúi í stjórn Knattspyrnusambands Íslands, krakka á Laugarvatni og í Reykholti og færði þeim bolta, keilur og vesti að gjöf frá útbreiðslunefnd og unglinga- Gylfi og Jón Daði uppáhaldsleikmenn liðsnefnd KSÍ. Knattspyrnan er í mikilli uppsveiflu á þessum stöðum og tengist m.a. ferða- þjónustu en þrír mjög áhuga- samir strákar þjálfa hópana. Um þessar mundir eru um 70 krakkar að æfa hjá þeim. Tómas spurði krakkana hvort þau vissu hvað KSÍ væri og ekki stóð á svarinu: „Já, eigandi landsliðsins”. Þau voru einnig spurð um uppálds- leikmenn en það voru þeir Gylfi og Jón Daði. Tómas Þóroddsson, frá útbreiðslunefnd og unglingaliðsnefnd KSÍ, ásamt Guðna Sighvatssyni og Gústaf Sæland, þjálfurum, og efnilegum krökkum úr uppsveitum Árnessýslu. Gáta vikunnar Okkur vísar veginn sá, virðulegur syllu á. Hálsliður það heiti ber, á helgidögum messa fer. Vísnagátur-höf. Páll Jónasson - Útg. Bókaútgáfan HÓLAR Svar við gátu í blaði 2453: STRENGUR. 2. lína - raf strengur.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz