2452

Miðvikudagur 6. júní 2018 9 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Lón á svörtum sandi fékk fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um varmaorku H ugmyndin „Black Beach Lagoon“ (Lón á svörtum sandi) eftir Martein Möller og Reynar Ottósson, fékk fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suður­ landi. Það voru Orka náttúrunn­ ar, Samtök sunnlenskra sveitar­ félaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem stóðu að hugmynda­ samkeppninni. Samkeppnin er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands. Úrslitin voru kunngerð ný­ lega við hátíðlega athöfn í Garð­ yrkjuskólanum í Ölfusi og kom það í hlut Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur, ráðherra atvinnu-, nýsköpunar- og ferðamála að afhenda verðlaunin. Tilgangur samkeppninnar var að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Markmiðið er að nýta betur verðmætin sem eru í orkunni, auka fjölbreytni í atvinnulífi með umhverfismál að leiðarljósi og vinna að nýsköpun í orku­ tengdri starfsemi. Verðlaunahugmyndin Verðlaunahugmyndin snýst um að byggja upp ferðamanna­ lón með heitu vatni í svörtum fjörusandinum við Þorlákshöfn. Í umsögn dómnefndar um Verðlaunahafar í hugmyndasamkeppni um varmaorku. heitri gufu á jarðhitasvæðum verði nýtt til að framleiða brennistein. Um leið myndi magn brennisteinsvetnis í and­ rúmslofti minnka. Þrjár aðrar tillögur fengu auka verðlaun: Jarðorkueldavélar eftir Ólaf Inga Reynisson Tillagan er áhugavert inn­ legg í nýtingu jarðvarma þar sem hveraorka er nýtt í margs konar matargerð. Um er að ræða frumlega, raunhæfa og óhefð­ bundna aðferð við að fram­ leiða og elda matvæli. Tillagan gefur ferðamanninum innsýn í fjölbreytta notkunarmögu­ leika jarðvarma með sérstöðu íslenskrar náttúru í aðalhlut­ verki. Lág gróðurhús og ræktun nýrra tegunda eftir Hafstein Helgason og Eflu verkfræðistofu Tillagan felur í sér nýbreytni í ræktun afurða þar sem sérhæfð gróðurhús nýrrar gerðar nýta lághita jarðvarma. Um er að ræða sveigjanlega og heildstæða tillögu sem getur dregið úr innflutningi matvæla og býður upp á vinnslu sérhæfðra afurða. Gera má ráð fyrir aukinni fjöl­ breytni í atvinnulífi og jákvæð­ um samfélagslegum áhrifum. Hampræktun eftir Hinrik Jóhannesson Í umsögn dómnefndar segir: „Tillagan er frumleg og gerir ráð fyrir nýstárlegri nýtingu gróðurhúsa til ræktunar á hampi með fjölbreytta notkunarmögu­ leika á áframvinnslu s.s. í mat­ væli, eldsneyti og ýmsan iðnað. Tillagan er heildstæð, býður upp á þverfaglega starfsemi og möguleika á fjölbreyttari atvinnustarfsemi með sam­ félagslegum ávinningi. Black Beach Lagoon segir: „Um er að ræða aðdráttarafl fyrir ferðamenn með samspili sjávar, fjöru og jarðhita í umhverfi þar sem myrkur, norðurljós og íslensk náttúra njóta sín. Auk þess býður tillagan upp á vaxtartækifæri með frekari tengingu við heilsu­ eflingu, vellíðan og íþrótta- og útivistarfólk. Tillagan er vel unnin og samnýtir á áhugaverðan hátt staðbundnar auðlindir. Tillagan er hvorutveggja í senn frumleg og raunhæf. Gert er ráð fyrir stóraukinni jarðvarmanýtni og minni sóun.“ Dómnefnd hefur ákveðið að veita vinningstillögunni verð­ laun að fjárhæð 1.500.000 kr. Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun auk þess veita höfund­ um tillögunnar aðstoð við frekari þróun viðskiptahug­ myndarinnar. Orka náttúrunnar mun einnig bjóða höfundum vinningstillögunnar upp á ráð­ gjöf frá sérfræðingum Veitna sem er systurfyrirtæki Orku náttúrunnar. Grunnskólanemar á Hellu fengu sérstök verðlaun Tillaga frá nemendum 9. bekkjar grunnskólans á Hellu vakti sérstaka athygli dóm­ nefndar. Þeir lögðu til að brenni­ steinsvetni sem kemur upp með Ferðaáætlun FFAR 2018 9. júní Lómagnúpur frá Seldal (3 skór). Falleg gönguleið á mikið útsýnisfjall. Veglengd 11 km, hækkun 700 m. Brottför frá FSu - Nánari uppl. á ffar.is og fésbókarsíðu. Skeiða-ogGnúpverjahreppur - LOGO LjósblárPantone 292C C:59M:11Y:0K:0 GrænnPantone356C C:93M:4Y:100K:26 Skeiða- og Gnúpverjahreppur Grunnskólakennari í Þjórsárskóla Laus staða kennara í Þjórsárskóla. 100% staða í afleysingum til eins árs. Kennslugreinar eru stærðfræði, náttúrufræði, enska og danska í 6.-7. bekk, í samkennslu. Möguleiki á húsnæði. Umsóknarfrestur til 12. júní 2018. Nánari uppl singar veitir Bolette Höeg Koch skólastjóri, sími 895 9660, netfang: bolette@thjorsarskoli.is . Þjórsárskóli er grunnskóli fyrir 1.-7. bekk. Nemendur eru tæplega 50. Þeimer kennt í fjórum kennsluhópum. Í Þjórsárskóla er lögð áhersla á sjálfbærni, nýsköpun, útikennslu og umhverfið. Við leggjum áherslu á að nýta það efni sem við fáum úr Þjórsárdalsskógi og að gefa gömlum hlutum nýtt líf. Yfirmarkmið skólans er að skila landinu til komandi kynslóða í betra ástandi en við tókum við því. Vefslóð www.thjorsarskoli.is . Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru rúmlega 600 íbúar. Þéttbýliskjarnar eru við Árnes og á Brautarholti. Í hreppnum eru náttúruperlur á borð við Þjórsárdal. Þjórsárskóli er í tæplega 100 km fjarlægð frá höfuð­ borgarsvæðinu. Kjarr, 816 Ölfus Símar 482 1718 & 846 9776 www.kjarr.is // kjarr@islandia.is úrvali Tré og runnar í Forystu-Flekkur og fleiri sögur F orystu-Flekkur og fleiri sögur er fallegt safn af samskiptum manna og dýra sem Bókaútgáfan Sæmundur hefur endurútgefið. Einar E. Sæmundsen (1885–1953) skógarvörður valdi sögurnar. Bókin kom fyrst út árið 1950 en hefur verið ófáanleg um áratuga skeið. Hér er á ferðinni einstæð­ ur gluggi inn í gamla bænda­ samfélagið og hina rómantísku náttúrusýn þar sem saman fóru nytjar af búpeningi og virð­ ing fyrir hverju dýri. Slík sýn er lærdómsrík og mikilvægt innlegg í dýraverndarumræðu samtímans.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz