2452

6 Miðvikudagur 6. júní 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Illgresi Of mjótt beð fyllist fyrr af illgresi. E f við gefum okkur að sú planta sem vex þar sem hún á ekki að vaxa, sé illgresi, þá fer það eftir lundarfari okkar, sérvisku, smekk og vaxtarstaðnum en ekki tegundinni almennt sem slíkri, hvað af því sem í garðinum vex, er illgresi. Því meiri sem skilningur okkar er á gróðri, náttúru og umhverfi, því ánægjulegri, markvissari og oft árangursríkari, getur heimilisgarðyrkjan orðið. Ákvarðanir eru þá upplýstari og handtök okkar virka frekar með en á móti eðlilegum gangi og þörfum þess sem í garðinum á að vaxa. Á meðan ég ekki hef vit á því sem mig langar að framkvæma, get ég reiknað með að verkið taki lengri tíma. Dæmi: Nokkurra ára, klippt limgerði, um 120 sm hátt og stendur í um 70 sm breiðu beði sem fer að lokast vegna illgresis. Um 2 ár eru síðan allt gras var hreinsað úr beðinu um leið og kantar þess voru snyrtilega skornir beinir beggja vegna þess. Við þá framkvæmd var talsvert af mold ekið á haugana. Með vorinu getur klaki myndast við rótarhálsinn sem er í hæsta máta óæskilegt. Í stað þess að koma torfunum með illgresisrótum og ágætis gróðurmold út úr garðinum er hægt að grafa holu í garðinum þar sem ekki er illgresi og skipta um efni. Torfur og illgresi fara þá í holuna en hrein mold sem laus er við illgresisrætur, fer í beðið! Enginn akstur, enginn CO2-mengun, heimaöflun í hávegum höfð og rótartorfurnar umbreytast í hreina illgresislausa mold á stuttum tíma. Við höfum þá hafið jarðgerð á fullu. Við getum þá grafið torfurnar djúpt í matjurtagarðinum og bara sleppt því að bera í hann skít, því nóg er af lífrænum efnum í torfunum úr beðinu. Best er að losa um illgresið með gaffli (með flötum tindum). Þá verður meira af moldinni Vel breitt trjábeð. eftir og skerðing rótanna minni. Ég sting gafflinum niður og spenni upp en alls ekki slíta upp ræturnar í hverri stungu. Fylling í beðmá ekki ná upp fyrir rótarhálsinn en geti vatn frosið í beðinu við rótarhálsinn, þarf að hækka plönturnar í beðinu. Það má gera með kartöflugaffli, stinga djúpt niður, spenna upp og vökva mold, vikri eða sandi niður til fyllingar á því loftrými. Ekki ætti að fylla mold að trjágróðri upp fyrir rótarhálsinn því það hægir á vexti og breytir vaxtarlagi. Ef kantur beðanna er frír frámoldinni í beðinu og um 10 sm hár, helst hann þurrari, sem tefur vöxt róta inn í beðið. Vatn má frjósa í v-inu við graskantinn án hættu á að skaða rótarhálsinn. Frágangur af þessu tagi útheimtir að beðið sé a.m.k. 100–120 sm breitt. Það er alltof fátítt að beð nái þeirri breidd. Gróðursetjið því enga tegund trjá eða runna nær lóðarmörkum en 100 sm svo tryggt sé að ekki þurfi að ganga of nærri runnunum með klippingu seinna meir. Úti í náttúrunni, getur gróður jafnvel vaxið betur en heima í garði. Við getum því velt því fyrir okkur hvort ekki sé þá í lagi að limgerðis-beðið fyllist af grasi eða öðru illgresi? Illgresið ætti ekki að skyggja á gróður. Við höfum aðgang að ódýrum sterkum áburði og því ekki raunhæft að telja illgresið ræna næringunni. Ég tel öruggt að illgresi sé ekki ástæða slaks vaxtar trjágróðurs í beðum! Ástæðan er skortur á næringu, sem er athyglisvert, þar sem bæði minnsta vinnan og lítill kostnaður felst í því að ráða bót á því. (sjá Dagskráin 2018-04-25). Upplýsingar og óskir um umfjöllunarefni: 897 0658 og benni@sjalfbaer.com. Hinn eini sanni, Túnfífill. † Innilegar þakkir til allra sem sýndu hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu  minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Sigurlínu Jórunnar Gunnarsdóttur Berghólum 19, Selfossi, Guðbrandur Einarsson Vigdís Gunnarsdóttir Kristín Guðbrandsdóttir Sveinn Helgason Klara Guðbrandsdóttir Lingþór Jósepsson Sigurður Guðbrandsson Émilie Marine Pasquet Ómar Guðbrandsson Anika Maí Jóhannsdóttir og barnabörn. Minningargrein Sólrún Harpa Vilhjálmsdóttir Fædd 10.11. 1969 – dáin 03.05. 2018 Í dag kveðjum við vinnufélaga okkar, hana Sólrúnu Hörpu, með söknuð í hjarta. Sólrún var búin að starfa á VISS nánast frá upphafi starfseminnar með nokkrum hléum. Þegar hún byrjaði á VISS vann hún flest störf sem til féllu, aðallega var hún að ganga frá mottum sem ofnar voru og var hún sérfræðingur í því verki. Sólrún var eftirtektar söm og tók eftir því hvernig fólk var klætt og lét það óspart í ljós hvað henni fannst um það. Henni fannst gaman að gera sig fína og að eftir því var tekið. Viðkvæði Sólrúnar var að allt myndi nú bjargast vel og kveðjum við Sólrúnu Hörpu með þessum orðum hennar: „Þetta bjargast vel“. Með kveðju frá vinnufélögum á VISS Ragnhildur Jónsdóttir Ö nnur dagleið pílagríma­ göngunnar frá Strandar­ kirkju heim í Skálholt verður farin 10. júní næstkomandi. Lagt verður af stað með rútu kl. 9:30 frá Eyrarbakkakirkju. Gengið er frá Þorlákskirkju um 14 km leið með Nirði - guði hafsins og ósins sem leið liggur austur í Eyrarbakkakirkju. Þátttakendur mæta því á áfangastað göngu og skilja bíla eftir þar. Rúta flytur síðan hópinn á upphafsstað göngunnar og svo er gengið til áfangastaðar. Ganga þarf frá greiðslu fyrir kl. 15 föstudag fyrir ferð. Hver ferð kostar 3.000 kr. fyrir manninn en verður lækkað eftir því sem fleiri skrá sig. Gjaldið er fyrst og fremst fyrir rútubílinn. Fólk fer alfarið á eigin ábyrgð í þessa göngu, að öllu leyti. Skipuleggjendur á þessu þriðja ári göngunnar eru Suðurprófastsdæmi og Skálholt. Önnur dagleið pílagrímagöngunnar Umsjónarmaður er Axel Á Njarðvík héraðsprestur og veitir hann frekari upplýsingar í síma 856 1574 eða axel.arnason@ kirkjan.is . Skráning og frekari upplýsingar er að finna á www. pilagrimagongur.is . † Þau mistök urðu í síðasta blaði á bls. 4, að þar vantaði nafn Guðmundar Magnússonar (á myndina frá 1948). Aftari röð: Hjörtur Þórarinsson, Albert Jóhannsson, Magnús Bæringur Kristinsson, Guðmundur Magnússon og Jón Hjörleifur Jónsson. Fremri röð: Guðmundur Matthíasson kennari Ingigerður Halldórsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, Ólöf Pétursdóttir og Sigurður Birkis, kennari. Hjörtur Þórarinsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz