2452

16 Miðvikudagur 6. júní 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Leikskólakennari óskast Leikskólinn Álfaborg auglýsir eftir leikskólakennara í 100% stöðu frá 7. ágúst 2018. Leikskólinn er staðsettur í Bláskógaskóla í Reykholti Biskups- tungum og starfar í anda Reggio Emilia stefnunnar. Í leikskólanum starfar samstillt, glaðlynt og metn- aðarfullt starfsfólk og mikil áhersla er lögð á góðan staðblæ og vellíðan barna. Auk þess er mikil og góð samvinna á milli leik- og grunnskólans í Reyk- holti. Ef þú ert glaðlynd/ur með mikinn metnað, sveigjanleg/ur og með einstaklega góða hæfileika í mannlegum samskiptum, þá hvetjum við þig til að sækja um. Fáist ekki leikskólakennari til starsfins er heimilt að ráða annan í stöðuna. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Umsóknarfrestur er til 11. júní 2018. Umsóknir sendast á netfangið reginarosa@blaskogabyggd.is G runnskólabörn á Suður- landi hafa undanfarið sótt heim Jarðhitasýninguna í Hell- isheiðarvirkjun. Krakkar í ní- unda bekk í grunnskólunum í Árborg, Hveragerði og Ölfusi eru þau fyrstu sem fengið hafa kynningu í sérstöku fræðslu- átaki Orku náttúrunnar (ON), sem nær til 20 skóla á höfuð- borgarsvæðinu og á Suðurlandi. Skólarnir hafa lýst mikilli ánægju með framtakið en frá miðjum maí hafa þeir allir heim- sótt sýninguna, nú síðast Sunnu- lækjarskóli, mánudaginn 4. júní. „Heimsókn okkar í Hell- isheiðarvirkjun var mjög góð. Fræðslan sem nemendur fengu á staðnum hafði augljósa skírskotun í aðalnámskrá og beina tengingu við námsefnið sem unnið er með í skólan- um,“ segir Páll Sveinsson, að- stoðarskólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. „Einnig finnst okkur mjög gott að nemendur hafi með heimsókn Sunnlenskir skólar sækja virkjunina heim í Hellisheiðarvirkjun fengið inn- sýn í mismunandi orkuauðlindir og hvaða orkugjafa megi finna í þeirra nærumhverfi.“ Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, rekstrarstjóri jarðhitasýningar ON, segir undirtektir hafa ver- ið mjög góðar hjá þeim skólum sem boðið hefur verið að koma. „Í maí og júní bjóðum við tutt- ugu skólum, þar af sjö utan Reykjavíkurborgar,“ segir hún, en í Reykjavík eru 45 grunn- skólar. Því standi til að bjóða 35 skólum í heimsókn í virkjunina í haust. Þessi kynning er til við- bótar við kynningu til erlendra skólahópa sem tekið sé móti í Hellisheiðarvirkjun. „Flest- ir koma frá Bandaríkjunum og Bretlandi, en einnig frá öðrum löndum. Hingað komu um 25 þúsund nemendur á síðasta ári.“ Fræðslan sem nemendurnir fái snúi meðal annars að því að kynna þeim hvað falli undir skil- greininguna á 100% endurnýj- anlegri orku og hvernig hún sé unnin í virkjuninni. „Þótt krökk- um finnist eðlilegt að heima hjá þeim sé bæði heitt vatn og raf- magn þá gera sér ekki allir grein fyrir hvaðan þessir hlutir koma og hvernig.“ Samhliða þessu kynningar- starfi segir Kristín Ýr að unnið sé að gerð námsefnis í samstarfi við Íslenska orkuháskólann við HR sem tilbúið verði í haust og Nemendur staldra við í allt að klukkustund á jarðhitasýningu ON í Hell- isheiðarvirkjun, fá leiðsögn og spyrja spurninga, auk þess að fá sjálf að skoða sýninguna. Mynd/ON falli að námsefni sem farið sé yfir í níunda bekk grunnskóla. „Okkur finnst virkilega gam- an að bjóða upp á þessa leiðsögn og erum afar spennt fyrir fram- haldinu þegar námsefnið verður til. Skólarnir eru áhugasamir og finnst þetta gríðarlega spennandi og krakkarnir ánægðir sem hing- að hafa komið.“ Hér má sjá nemendur frá grunnskól- anum í Þorlákshöfn í heimsókn sinni í Hellisheiðarvirkjun í maí. Mynd/ ON Árlega sækja um 25 þúsund nemendur erlendra skóla heim sýninguna í Hell- isheiðarvirkjun. Mynd/ON

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz