2447

2 Fimmtudagur 3. maí 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Kerhólsskóli Kerhólsskóli er sameinaður leik- og grunnskóli með um 70 nemendur á aldrinum 1 árs upp í 10. bekk. Skólinn er Grænfánaskóli og leggur áherslur á fagleg vinnubrögð, einstaklingsmiðað nám, umhverfismennt og útikennslu, list- og verkgreinar. Vakin er athygli á stefnu Grímsnes- og Grafningshrepps um jafnan hlut kynja í störfum hjá sveitarfélaginu. Allir starfsmenn skólans sem eru í 100% vinnu fá tvær hreyfistundir á viku í vinnutíma auk annarra fríðinda. Kerhólsskóli óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður: Umsjónarkennari á yngsta stigi í 100% starf. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfisbréf til grunnskólakennslu. • Reynsla af kennslu í grunnskóla æskileg. • Reynsla af teymisvinnu. Sérkennari í 100% starf Helstu verkefni og ábyrgð: Heldur utan um öll sérkennslumál í báðum deildum og er kennurum til stuðnings varðandi nám og kennslu barna sem þurfa stuðning. Menntunar og hæfniskröfur: • Leyfisbréf til kennslu í grunn- og/eða leikskóla. • Æskilegt að hafa reynslu af kennslu á báðum skólastigunum. • Góðir skipulagshæfileikar. • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður • Reynsla af teymisvinnu. Deildarstjóri í leikskóladeild í 100% starf Deildarstjóri starfar eftir starfslýsingu deildarstjóra í leikskólum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun skilyrði • Reynsla af deildarstjórn æskileg Leikskólakennari í 100% starf Leikskólakennari starfar eftir starfslýsingu leikskólakennara þ.m.t. tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun • Reynsla af leikskólakennslu Ef ekki fæst leikskólakennari í starfið verður ráðin leiðbeinandi tímabundið. Stuðningsfulltrúi og leiðbeinandi í frístund Um er að ræða 100% stöður sem skiptist í að vera stuðningsfulltrúi ca. 60% og leiðbeinandi í frístund ca. 40%. • Stuðningsfulltrúi starfar í nánu samstarfi við umsjónarkennara og sérkennara. • Leiðbeinandi í frístund vinnur eftir leiðsögn frístundafulltrúa sveitarfélagsins. Vænst er af öllum umsækjendum: • Góðrar færni í samskiptum • Frumkvæði í starfi, faglegs metnaðar og ábyrgðar • Sjálfstæði og skipulagðra vinnubragða • Sveigjanleika og góðrar færni í samskiptum. • Góðrar íslenskukunnáttu • Framtakssemi og jákvæðni. • Vilja til að gera góðan skóla betri. Umsækjendur þurfa að sýna fram á hreint sakavottorð. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2018. Nánari upplýsingar gefur Jóna Björg Jónsdóttir skólastjóri og Íris Anna Steinarrsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 480 5520, 863 0463. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila berist til skólastjórnenda, jonabjorg@kerholsskoli.is eða iris@kerholsskoli.is . FORSALAÍGALLERÍOZONE LAUGARDAGSKVÖLDIÐ5.MAÍ INGHÓLLREUNION2018 STJÓRNIN CCR HEIÐURSTÓNLEIKAR 4. MAÍ Starfsleyfi til kynningar Í samræmi við reglugerð nr. 785/1999, m.s.br ., um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur, sem getur haft í för með sér mengun, eru starfsleyfisskilyrði til kynningar hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands (HES) að Austurvegi 65 á Selfossi og á skrifstofu Rangárþings ytra: • Starfsleyfisskilyrði fyrir Reykjagarð hf. vegna alifuglabús að Jarlsstöðum, Rangárþingi ytra Starfsleyfisskilyrðin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, www.hsl.is . Athugasemdum skal skilað skriflega á skrifstofu HSL að Austurvegi 65, Selfossi. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. maí næstkomandi. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands Austurvegur 65 • 800 Selfossi • Sími: 480 8250 • hsl@hsl.is Hugmyndavinnu vegna nýs skóla í Björkurstykki lokið V innuhópur vegna hug- myndavinnu við undir- búning nýs skóla í Björkur- stykki í Sveitarfélaginu Árborg hefur lokið störfum og skilað skýrslu til bæjarráðs og fræðslu- nefndar. Hópurinn hélt nokkra vinnufundi, heimsótti nýlega skóla í Reykjavík og fékk kynningu á undirbúningi að nýjum skóla í Reykjanesbæ. Birna Sigurjónsdóttir kom til liðs við vinnuhópinn í janúar sl. til að stýra ferlinu en hún hefur mikla reynslu af slíkum verkefnum. Eftirtalin voru skipuð í undir- búningshóp af bæjarráði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar, Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjar- fulltrúi og fulltrúi í fræðslu- nefnd, Magnús Gíslason, full- trúi í fræðslunefnd, Eyrún B. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi, Þorsteinn Hjartarson, fræðslu- stjóri og Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi, sem tók við af Eyrúnu í byrjun mars. Einnig tóku fjölmargir aðrir þátt í hugmynda- og undir- búningsvinnunni. Síðasti fundur hópsins var haldinn ¿PPWXGDJLQQ DSUtO VO WLO að fagna nýútkominni skýrslu, U èD VWDU¿è RJ XP PLNLOY JL námsfagnaða. Ásta Stefánsdóttir kom inn á fundinn og færði hópnum góðar kveðjur og þakkir frá bæjarráði sem hafði tekið skýrsluna á dagskrá fyrr um daginn. Vinnuhópurinn sem vann að hug- myndavinnu vegna nýs skóla sem fyrirhugað er að byggja í Björkurstykki í Árborg.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz