2437

Í sbúð Huppu opnaði með pompi og prakt á Stjörnu- torgi í Kringlunni laugardag- inn 17. febrúar sl. Viðtökur voru framar vonum og lögðu marg- ir leið sína í Kringluna til að fá sér ís. Ísbúð Huppu opnaði fyrstu ísbúðina að Eyravegi 2 á Sel- fossi 24. júní 2013. Þrjár ís- búðir hafa síðan bæst við í Reykjavík; í Álfheimum 4, Spönginni Grafarvogi og nú í Kringlunni. Fimmta Huppu ísbúðin verður opnuð á Garða- torgi í Garðabæ í byrjun maí ef allt gengur eftir. -ög Nýjan bíl, rúðuþurrkur eða smurþjónustu? Við erum til þjónustu reiðubúin fyrir Toyota eigendur. Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000 www.toyotaselfossi.is ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 80180 06/16 Miðvikudagur 21. febrúar 2018 Vefútgáfa: dfs.is Síðan 1968 51. árgangur dagskrain@prentmet.is Sími 482 1944 · Eyravegi 25 · 800 Selfoss Nr: 2437 Selfossi ‡ Sími 699 1985 ‡ 823 6656 Nú er rétti tíminn til að yfirfara og stilla hitakerfi og snjóbræðslur Snögg og góð þjónusta! Íbúafundur um útivistarsvæði á Selfossi O pinn íbúafundur um hönnun útivistarsvæða miðsvæðis á Selfossi var haldinn síðastliðinn laugardag á Hótel Selfossi. Þar gátu íbúar m.a. rætt hugmyndir um Sigtúnsgarð, Tryggvagarð og leikvöll við Heiðarveg. Sérstakur samráðshópur sem í eiga sæti fulltrúar sveitarfélagsins, hverfis- ráðs Selfoss, ungmennaráðs og öldungaráðs Árborgar, hefur fund- að með Hermanni Ólafssyni lands- lagsarkitekt hjá Landhönnun lsf. sem sér um hönnunarvinnuna. Unnið verður úr hugmyndun- um sem fram komu á íbúafund- inum. Einnig er fyrirhugað að funda sérstaklega með þeim aðil- um sem standa að bæjarhátíðum og öðrum viðburðum í Sigtúns- garðinum. -ög Baldur Þór tekur við Þórsurum í vor B aldur Þór Ragnarsson, sem verið hefur aðstoðarþjálfari hjá körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn síðastliðin þrjú ár, hefur gert þriggja ára samning við deildina og tekur við liðinu í vor. Baldur Þór var fyrirliði liðs- ins til margra ára og þekkir vel innviði deildarinnar. Hann hefur auk þess verið aðstoðarþjálfari U20 ára karlalandsliðsins sl. þrjú ár og var aðstoðarþjálfari U16 ára drengjalandsliðsins sl. sumar. Baldur Þór starfar einnig sem styrktarþjálfari A landsliðs karla. Hann er auk þess yfirþjálfari yngri flokka í Þorlákshöfn og mun halda því starfi áfram. -ög Tap á rekstri þriðja árið í röð Á fundi stjórnar SASS sem haldinn var á Selfossi 2. febrúar sl. lagði framkvæmda- stjóri SASS fram minnisblað um rekstur almenningssam- gangna á liðnu ári. Þar kom fram að þriðja árið í röð er tap af rekstri almenningssam- gangna á Suðurlandi. Er það samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri tæplega 22 m.kr . Farþegar voru árið 2016 tæp- lega 155.000 og á liðnu ári um 148.000. Þeim fækkaði því um ríflega 4% á milli ára. Thelma og Eygló sem reka Ísbúð Huppu. Ísbúð Huppu komin í Kringluna Öskudagsfjör á Dagskránni Mikið fjör var á öskudaginn hjá fyrirtækjum og stofnunum á Suðurlandi. Fjöldi barna heimsótti Dagskrána á Selfossi og má sjá myndasyrpu af krökkum hér í blaðinu og einnig á dfs.is.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz