2435

4 Miðvikudagur 7. febrúar 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Ég skora á öðlinginn hann Heimi Eyvindarson í Hveragerði til að koma með næstu uppskrift. Ég veit eftir endalaust spjall okkar um mat að hann lumar á einhverju kræsilegu. Matgæðingar eru beðnir að senda á dagskrain@prentmet.is uppskrift ásamt mynd af sér eigi síðar en á sunnudegi. Heimabakað brauð er bráð- nauðsynlegt með til að ná upp allri sósunni. Flautubrauð 0,7 ltr. volgt vatn sett í hræri- vélarskál. Eitt bréf þurrger sett út í ásamt slettu af hunangi og olíu ásamt hálfri teskeið af salti. Hveiti sett rólega út í skál- ina á meðan hrærivélin vinnur á hægum hraða og bætt í þar til deigið er farið að hnoðast í eina heillega fallega kúlu. Breiðið yfir deigið og látið hefast í hálfa til eina klst. Deigið er hnoðað aftur með höndum, hveiti bætt í eftir þörfum en betra er að hafa deigið ekki of þurrt. Deiginu er skipt í 3-4 parta og gerðar úr því lengjur (flautur) sem lagðar eru á smjörpappír á bök- unarplötu. Skerið skárákir í brauðið til skrauts. Aftur hefast deigið. Núna í 20-30 mínútur. Þá er penslað yfir flauturnar með eggi eða mjólk og saltflögum stráð yfir. Setjið stálskál með vatni í botninn á 200°C heitum ofnin- um. Brauðin á rim fyrir ofan og bakið í 15-20 mínútur (eða þar til hljómurinn þeirra er hol- ur þegar bankað er í þau). Góðar kartöflur (helst möndlukartöflur) með hýði eru bornar fram með þessum rétti og einfalt tómatasalat með feta skemmir ekki. Kröftugt rauð- vín ekki heldur. Ari Eggertsson er matgæðingur vikunnar. Takk Ívar. Skæruliðinn kallast þessi réttur á mínu heimili. Einfaldur, bragðmikill, seðj- andi og góður. Ekki hræðast edikið, það á stóran þátt í hvað þessi matur er góður. Í uppskrift fyrir 5 þarf: ca. 200 g hveiti 1 kg gúllas. Naut, hreindýr eða ærkjöt salt og pipar ólífuolía ca. 1,5 dl rauðvínsedik nokkur lárviðarlauf nokkrar greinar ferskt rósmarín nokkrar greinar ferskt timian slatta af fersku basil eða oregano ef vill minnst tveir hvítlaukar, rifin heil en afhýdd 1,5 - 2 dl vatn, eða vatn og rauðvín, eða bara rauðvín Kjötinu velt upp úr helmingi hveitis (salta og pipra) og það brúnað á pönnu. Úr restinni af hveitinu er gert deig með vatni og geymt. Setjið kjötið í ofnpott ásamt hvítlauk og kryddi. Hellið vínedikinu á heita pönnuna og látið suðuna koma upp. Látið vera að anda edik- gufunni að ykkur. Skafið vel upp af botninum og hellið gromsinu í pottinn. Ef edikið dugði ekki til að hreinsa af pönnunni notið þá vatnið/ rauðvínið til að hreinsa betur og bætið í pottinn. Blandið sæmilega saman. Búið til pylsu úr deiginu sem var geymt. Látið pylsuna ná ummáli pottsins og setjið á brúnir hans. Þrýstið lokinu á pottinn svo það verði vel þétt. Þessi deiggimmik er ekki bráðnauðsynleg ef potturinn er þéttur en það lítur vel út þegar það eru gestir. Setjið pottinn í 110 -120°C heitan ofn og látið malla í ofn- inum í ca. 3-4 tíma. Sunnlenski matgæðingurinn Útgefandi: Dagskráin,Eyravegi25,800Selfoss, sími4821944, fax4822835 ,dagskrain@prentmet.is. Ritstjóriogblaðamaður: ÖrnGuðnason, sími8560672, orng@prentmet.is . Auglýsingar: KatlaHarðardóttir, sími4821944 ,katla@prentmet.is Dagskráinkemurútáhverjum miðvikudegi.Alltefniogauglýs- ingarberist íPrentmet,Eyravegi25, Selfossi, fyrirhádegiámánu- dögum.Upplag9400eintök. Dreiftókeypis íallar sýsluraustan Hellisheiðar.Dagskráineraðiliað samtökumbæjar-oghéraðsfréttablaða. ISSN 1670-407X Svansmerkið, Prentgripur, 1041 0858 Ari Eggertsson. s. 482 1944 dfs@dfs.is F rjálsíþróttaakademían við Fjölbrautaskóla Suðurlands er nú starfrækt þriðja árið í röð en á haustdögum var samstarfs- samningur milli frjálsíþrótta- deildar Umf. Selfoss og Fjöl- brautaskóla Suðurlands endur- nýjaður. Tuttugu og þrír nemendur eru skráðir til leiks og er fjölgun milli ára sem gefur fyrirheit um að akademían sé komin til að vera. Fjórar æfingar eru á viku á skólatíma, 55 mín- útur hver, en auk þess gefst nemendum einnig kostur á að æfa á kvöldin með meistarahópi frjálsíþróttadeildar Selfoss. Viðfangsefni frjálsíþrótta- akademíunnar eru af ýmsum toga, svo sem tækniþjálfun frjálsíþróttagreina, styrktarþjálf- un, hlaupaþjálfun, teygjur og slökun, ásamt bóklegum kennslustundum þar sem farið er í skipulagningu þjálfunar, næringarfræði o.fl . Aðstaða fyrir frjálsar er með ágætum á Sel- fossi allt frá íþrótta- og þreksal í Iðu upp í fullkominn frjáls- íþróttavöll sem er nýttur eins og kostur er. Nemendur skrifa undir svokallaðan nemendasamning í upphafi annar eins og gert er í öðrum akademíum við skólann. Starfsemi akademíunnar gengur vel enda nemendahópur- inn flottir unglingar víðsvegar af Suðurlandinu. Meginmarkmið akademíunnar er að nemendur prófi sem flestar greinar frjáls- íþrótta og séu dugleg að mæta og átti sig á að til þess að bæta árangur sinn í greininni þarf að stunda hana af kappi. Stór hluti af nemendum akademíunnar æfir með keppni í huga og verð- ur gaman að fylgjast með gengi þeirra á innanhússkeppnis- tímabilinu sem nú er nýhafið. Ólafur Guðmunudsson, forsvarsmaður frjálsíþróttaakademíunnar. Nemendahópurinn í nýjum og glæsilegum fatnaði frá Jako. Ljósmynd: Umf. Selfoss. F rjálsíþróttakeppni Reykja- víkurleikanna fór fram í Laugardalshöllinni sl. laugar- dag. HSK Selfoss átti níu kepp- endur, auk þess sem Kristinn Þór héraði 800 m hlaup karla. Hélt uppi hraðanum fyrri hlutann, en hann gat ekki hlaup- ið í göddum vegna meiðsla. Ár- angur okkar fólks var með mikl- um ágætum. Sindri Freyr Seim Sigurðs- son Heklu stórbætti árangur sinn í 600 m hlaupi, hljóp á 1:29,88 mín. og varð annar. Hann bætti þar með ársgamalt HSK-met Dags Fannars Einarssonar um rúmar fjórar sekúndur í þremur aldursflokkum, þ.e. í 15 ára, 16- 17 ára og 18-19 ára flokkum. Eva María Baldursdóttir Sel- fossi stökk 1,65 metra í hástökki og varð fjórða. Hún bætti árs- gamalt HSK met sitt í þessum Sindri Seim og Eva María settu HSK-met á Reykjavíkurleikum flokki um einn sentimetra. Hún átti góða tilraun við 1,70 m og það er ekki spurning um hvort heldur hvenær hún vippar sér yfir þá hæð. Guðrún Heiða Bjarnadóttir Selfossi jafnaði sinn besta ár- angur í langstökki, stökk 5,77 m. en hún bætti HSK-metið í kvennaflokki í langstökki á dögunum. Ljóst er að við eigum flott frjálsíþróttafólk sem á eftir að láta mikið að sér kveða á næstu vikum, misserum og árum. Næsta mót er MÍ í fjölþrautum, en það fer fram í Reykjavík um næstu helgi. Sindri Freyr Seim Sigurðsson. Eva María Baldursdóttir. Frjálsíþróttaakademían við FSu starfrækt þriðja árið í röð

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz