2435

Miðvikudagur 7. febrúar 2018 15 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands F yrir Alþingiskosningar sem fram fóru 29. október 2017 var nokkuð rætt um hugmyndir um veggjöld á vegina út frá höf- uðborgarsvæðinu. Jón Gunnars- son, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sjálf- stæðisflokks, hafði kynnt hug- myndir sínar um slík veggjöld. Þegar nálgaðist kosningar kom hins vegar annað hljóð í strokk Sjálfstæðismanna og þingmenn flokksins sögðu opinberlega að þeir væru á móti veggjöldum. Það sögðu líka frambjóðendur allra annarra flokka. Þingmaðurinn og ráðherrann Einn þessara frambjóðenda sem hafnaði veggjöldum var Sigurð- ur Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suður- kjördæmi. Í kjördæmaþætti Rás- ar 2 þann 24. október 2017 sagði Sigurður Ingi orðrétt: „Við erum náttúrulega á móti veggjöldum.“ Því kom það mörgum á óvart þegar sami Sigurður Ingi, nú orðinn samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið 29. janúar 2018 að það kæmi til greina að fjármagna samgöngubætur með veggjöldum. Hvað hefur breyst frá því að þingmaðurinn Sigurð- ur Ingi hafnaði veggjöldum þar til ráðherrann Sigurður Ingi taldi að það kæmi til greina að leggja á veggjöld? Veggjöld og jafnræði Í viðtalinu í Morgunblaðinu sagði ráðherrann Sigurður Ingi að skoða mætti að byggja Ölf- usárbrú í einkaframkvæmd og Veggjöldin enn á ný að einkaaðilinn gæti innheimt veggjöld á brúnni. Ráðherrann taldi jafnframt að ef sú leið yrði farin yrði að tryggja jafnræði og að þá hefðu vegfarendur val um aðra leið og í þessu tilfelli að fara núverandi leið í gegnum Selfoss, svipað og vegfarendur um Hvalfjörð hafa val. Ég er sammála því að mikilvægt sé að tryggja jafnfræði. En jafnræðið á líka að ná til allra landsmanna. Hvers vegna ættu íbúar á Suður- landi að þurfa að greiða sérstak- lega fyrir samgöngubætur á meðan íbúar annarra landshluta þurfa ekki að gera það? Það er ekki jafnræði að íbúar sem búa í kringum höfuðborgarsvæðið þurfi sérstaklega að greiða auka- gjöld fyrir samgöngubætur á meðan aðrir þurfa þess ekki. Það er ósanngjarnt. Ætli ráðherrann Sigurður Ingi að koma á veggjöldum og ef hann vill tryggja jafnfræði þarf að skoða þetta mál fyrir landið í heild en ekki aðeins hluta þess. Vandamálið Vandamálið sem Sigurður Ingi, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, stendur frammi fyrir er að fjármagna nauðsynlegar samgöngubætur sem stjórnvöld síðustu ára hafa algjörlega van- rækt. Í áðurnefndum kjördæma- þætti Rásar 2 hafði þingmaður- inn Sigurður Ingi hugmyndir um hvernig ætti að fjármagna sam- göngubætur og sagðist hann ætla að nota ríkulegan afgang af ríkisfjármálunum í verkefnið. Það er því kannski rétt að þing- maðurinn Sigurður Ingi og ráð- herrann Sigurður Ingi ræði saman og reyni að finna hvar þessi ríkulegi afgangur er sem nota átti í samgöngubæturnar. Tillögur Mér sýnist að ráðherrann Sig- urður Ingi sé í mestu vandræð- um með að fjármagna sam- göngubætur og þess vegna er enn og aftur leitað í hugmyndina með veggjöld (sem þingmaður- inn Sigurður Ingi var náttúru- lega á móti). Mig langar því að benda honum á að nauðsynlegar samgöngubætur er hægt að fjár- magna án þess að leggja auka- gjald á vegfarendur. Þar má nefna aukinn arð af auðlindum landsins, þrískiptan fjár- magnstekjuskatt af háum fjár- magnstekjum og stóreignaskatt að undanskildu húsnæði til eigin nota. Þetta eru tillögur sem Samfylkingin lagði fram fyrir kosningar til að fjármagna nauðsynlegar umbætur í þjóðfé- laginu og má ríkisstjórnin nota þessar tillögur að vild. Málið er í raun einfalt. Góðar samgöngur eru ein af grunnstoð- um samfélagsins og þess vegna á að fjármagna þær eins og hver önnur verkefni ríkisins. Njörður Sigurðsson, varaþingmaður Suðurkjördæmis og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Um félagið Eignarhaldsfélag Suðurlands (EFS) styður við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurlandi. Fé- lagið er fjárfestingarfélag sem fjárfestir í hlutabréfum og skuldabréfum sem breyta má í hlutabréf hjá fyrirtækjum í landshlutanum. Félagið veitir bæði nýjum fyrirtækjum sem og fyrirtækjum sem nú þegar eru í rekstri á Suðurlandi fyrir- greiðslu. Eignarhaldsfélag Suður- lands hf. var stofnað í lok árs 1999 og hefur því verið starf- andi í 18 ár en það er m.a. í eigu Byggðastofnunar, fjölda sveitarfélaga á Suðurlandi og Festu lífeyrissjóðs. Stefna EFS tekur þátt í stofnun og starfsemi félaga sem rekin eru á grundvelli arðsemissjónar- miða, fela í sér nýmæli í at- vinnulífi og eru mikilvægur þáttur í uppbyggingu atvinnu- lífs á Suðurlandi. Fjárfestingar félagsins eru í samræmi við fyrirfram mótaða fjárfestingar- stefnu sem hefur arðsemi fjár- festinga og áhættudreifingu að leiðarljósi. Félagið tekur bæði þátt í stórum og smáum verk- efnum á Suðurlandi. Skilyrði EFS fjárfestir með hlutafjár- kaupum í verkefnum sem upp- fylla eftirfarandi skilyrði: - feli í sér ásættanlega ávöxtunarmöguleika og arð- semi fjármagns með hlið- sjón af þeirri áhættu sem í því felst - feli í sér vaxtartækifæri eða nýmæli í atvinnulífi svæðis- ins - hafi hagrænt gildi, sé at- vinnuskapandi og leiði til sem mestra margfeldisáhrifa á atvinnulíf svæðisins - sé fallið til að efla útflutning eða samkeppnisgreinar og sé gjaldeyrisaukandi eða -sparandi - Verkefnið valdi ekki óeðli- legri samkeppni gagnvart öðrum starfandi fyrirtækjum á svæðinu. Umsóknarfrestur og skil á upplýsingum Það er alltaf opið fyrir um- sóknir hjá Eignarhaldsfé- laginu. Þegar umsókn berst til félagsins er hún tekin fyrir af stjórn og er reynt að hraða af- greiðslu eins mikið og kostur er. Við hvetjum alla þá sem telja sig uppfylla framangreind skilyrði að leita sér nánari upp- lýsinga á heimsíðu félagsins www.efs.is . Hver veit nema það hjálpi fyrirtækinu þínu við að grípa tækifæri. Guðmundur Þór Guðjónsson, formaður stjórnar Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Getur EFS hjálpað þér að grípa tækifæri? J anúarmánuður er liðinn. Framundan er febrúar með hækkandi sól og nýjum tækifær- um. Í febrúar verða líka náms- og starfsráðgjafar í FSu á ferð og flugi um Suðurland. Upptökusvæði Fjölbrauta- skóla Suðurlands er stórt, frá Lómagnúpi að Kambabrún eins og oft er talað um á hátíðar- stundum. Reyndar koma nem- endur skólans víðar að og óhætt að segja að allt landið liggi und- ir. En af hverju eru náms- og starfsráðgjafar á ferð og flugi? Jú, tilefnið er ærið. Kynningar fyrir grunnskólanemendur eru í farteskinu. Á Suðurlandi eru 15 grunn- skólar heimsóttir í febrúar og námsframboð og inntökuskil- yrði í FSu eru kynnt fyrir nem- endum. Þessar heimsóknir gefa nemendum tækifæri til þess að fá upplýsingar um FSu frá fyrstu hendi. Þá geta nemendur spurt og velta upp hugleiðingum um framtíðarnám. Í heimsóknunum eru nemendur FSu með í för og kynna félagslíf skólans. Á þess- um kynningum sjá væntanlegir nemendur FSu oft í fyrsta sinn náms- og starfsráðgjafa FSu sem er mikilvægt þegar þeir mæta svo í skólann og spurn- ingar vakna. Þetta árið hefur áherslum í kynningunni aðeins verið breytt. Í fyrsta skipti bjóðum við bæði nemendum í 9. og 10. bekk upp á kynningu. Með því erum við að bregðast við óskum grunnskóla- ráðgjafa um að hefja kynningu á skólanum fyrr fyrir nemendur. Framhaldsskólar landsins bjóða upp á fjölbreytt náms- framboð. Frumskógur mögu- leika mæta 10. bekkingum við grunnskólalok. Það geta komið upp blendnar tilfinningar þegar kemur að þessum tímamótum. Hvað er í boði?, hvað þýða þess- ir möguleikar fyrir mig?, hvað svo? Af þeim ástæðum er mikil- vægt fyrir nemendur grunnskól- ans að kynna sér vel það sem er í boði eftir að grunnskóla lýkur. Fjölbrautaskóli Suðurlands býð- ur uppá þrettán iðn- og starfs- námsbrautir, stúdentsbraut bók- nám með vali um fimm áherslu- línur, stúdentsbraut starfsnám með sex áherslulínum að loknu iðn- og starfsnámi. Auk þess býður skólinn uppá starfsbraut og grunnmenntabrú. Þetta er metnaðarfullt náms- framboð, hannað til þess að reyna að koma til móts við áhugasvið sem flestra nemenda hvert sem þeir stefna eftir að framhaldsskóla lýkur, út í at- vinnulífið eða í frekara nám. Náms- og starfsráðgjafar Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa áratuga reynslu af ráðgjöf við nemendur. Okkur langar með þessum pistli til þess að segja frá því sem framundan er í kynn- ingarmálum í FSu og ekki síður til þess að minna á þjónustu okkar ef spurningar vakna um námsval eða námsleiðir. Að þessu sögðu viljum við benda á „Opið hús“ sem verður í FSu 6. mars kl. 17–19. Þar gefst foreldrum tækifæri til þess að mæta með börnum sínum til þess að skoða skólann og kynna sér námsframboð. Velkomin í FSu, Bestu kveðjur Agnes, Anna Fríða og Bjarney, náms- og starfsráðgjafar Fjölbrautaskóla Suðurlands. Náms- og starfsráðgjafar FSu á ferð um Suðurland

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz