2434

Framúrskarandi þjónusta við Toyota eigendur á Suðurlandi. Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000 www.toyotaselfossi.is ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 80180 06/16 Miðvikudagur 31. janúar 2018 Vefútgáfa: dfs.is Síðan 1968 51. árgangur dagskrain@prentmet.is Sími 482 1944 · Eyravegi 25 · 800 Selfoss Nr: 2434 Selfossi ‡ Sími 699 1985 ‡ 823 6656 Brrr... Það er farið að kólna. Nú er rétti tíminn til að yfirfara og stilla hitakerfi og snjóbræðslur fyrir veturinn. Snögg og góð þjónusta! F östudaginn 19. janúar sl. var ný, vel útbúin og glæsi- leg slökkvistöð við Árnes tekin í notkun. Í henni er m.a. aðstaða til kennslu og þjálfunar. Virkj- anamannvirki á Þjórsár- og Tungnársvæðinu munu njóta góðs af slökkvistöðinni. Hús- næðið sem hýsir slökkvistöðina Ný slökkvistöð við Árnes tekin í notkun er hluti af stærra iðnaðarhús- næði. Í öðrum hlutum þess verð- ur starfrækt kjötvinnsla og áhaldahús hreppsins. Auk þess verður Landstólpi ehf. með hluta af sinni starfsemi þar. Búnað- arfélag Gnúpverja er bygg- ingaraðili hússins en Landstólpi ehf. sá um byggingu þess. -ög F.v: Arnór Hans Þrándarson, formaður Búnaðarfélags Gnúp- verja, Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri og Ari Thorarensen, formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu. K örfuknattleiksmaðurinn Halldór Garðar Hermannsson var útnefndur íþróttamaður Ölfuss árið 2017 í hófi sem fram fór 21. janúar sl. Auk Halldórs Garðars voru tilnefnd þau Ingvar Jónsson golfari, Þorbergur Böðvar Bjarnason knattspyrnumaður, Katrín Eva Grétarsdóttir knapi, Róbert Khorchai Angeluson frjálsíþróttamaður, Axel Örn Sæmundsson badmintonmaður og Heið- ar Örn Sverrisson akstursíþróttamaður. Einnig voru viðurkenningar veittar til þeirra sem unnið hafa bikar- eða Íslandsmeistaratitil á árinu og/eða hafa keppt með landsliði Íslands í sinni grein. Halldór Garðar íþróttamaður Ölfuss 2017 Halldór Garðar Hermannsson íþróttamaður Ölfuss 2017. Mynd: Hafnarfréttir/Valur. L eikdeild Ungmennafélags Biskupstungna frumsýnir þann 3. febrúar nk. kl. 20 í Félagsheimilinu Aratungu gamanleikritið „Sálir Jónanna ganga aftur“ eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskars- dóttur og Unni Guttormsdóttur í leikstjórn Gunnars Björns Guð- mundssonar. Æfingar hafa staðið yfir síð- an fyrir jól og leikhópurinn er loks að sjá takmarkið fyrir aug- um sér með frumsýningunni. Leikritið er „gaman-drauga- drama“ sem styðst við minni úr þjóðsögunni um sálina hans Jóns míns og því fræga leikriti Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson. Það gengur ýmis- legt á þegar sálum skal komið yfir um til himnaríkis og margt getur gerst á leiðinni á heiðum uppi. Leikdeild Umf. Biskupstungna frumsýnir: Sálir Jónanna ganga aftur F réttateymi frá bandarísku sjón- varpsstöðinni CBS kom til Íslands á dögunum til að vinna fréttainnslag um eldvirkni á Íslandi. Wendy Gillette frétta- kona var í forsvari fyrir teymið, en hún er þekkt andlit í banda- rísku sjónvarpi. Markaðsstofa Suðurlands hafði milligöngu og umsjón með heimsókn þeirra á Suðurlandið. Farið var í Lava Centre og þar tekin viðtöl við Ara Trausta Guð- mundsson jarðfræðing ogÁsbjörn Björgvinsson markaðsstjóra Lava Centre. Einnig fór teymið í dags- ferð um Suðurland í boði Moun- taineers of Iceland. Mikil ánægja var með ferðina hjá fréttateyminu og létu þau vel af landi og þjóð. Stefnt er á að innslagið fari inn á fréttaveitu CBS í febrúar og má reikna með að milli 6 og 7 milljónir manns sjá innslagið. Sjónvarpsstöð CBS á Suðurlandi

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz