2433

4 Miðvikudagur 24. janúar 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Vil ég skora á Ívar Örn Jörundsson en hann er matmaður mikill og samfélagsmiðlar hans iðulega fullir af spennandi mat og drykk. Matgæðingar eru beðnir að senda á dagskrain@prentmet.is uppskrift ásamt mynd af sér eigi síðar en á sunnudegi. Sellerí – 3 stönglar Hvítlaukur – 4 geirar, rifnir Hakkaðir tómatar í dós – 2 dósir Tómatpúrra – 2 msk. Mexico-ostur – 1 stk. rifinn Nýrnabaunir – 1 dós Maís, frosinn – 1 bolli Kjúklingakraftur – 2 msk. Kryddmix (sjá fyrir ofan) – 2 msk. Olía – 2 msk. Sirka 500 ml vatn Skerið grænmetið eins fínt og þið nennið. Mér finnst fínt að miða við að það passi í skeiðina sem súpan er borðuð með. Hitið olíuna við miðlungs hita í góðum potti með þykk- um botni, steikið svo laukinn, papriku, chilli, sellerí og hvít- lauk í nokkrar mínútur og mýkið það aðeins. Setjið svo tómatpúrruna í pottinn og steikið hana með grænmetinu. Setjið kryddmixið í og hrærið það saman við. Setjið svo tómatana úr dósinni í pottinn og fyllið dósirnar með vatni (500ml) og hellið því einnig í pottinn. Kjúklingakrafturinn fer út í og er þetta soðið í 15 mínútur eða þar til grænmetið fer að verða mjúkt undir tönn. Rífið mexícóostinn, hellið og skolið vatninu af nýrnabaun- unum. Þá má setja restina af hráefnunum út í ásamt kjúkl- ingnum sem búið var að elda. Þetta má svo malla í 5-10 mín. eða þar til allt hefur náð hita og osturinn er bráðnaður. Berið fram með sýrðum rjóma, rifnum osti, nachos- -flögum, snittubrauði og auð- vitað góðri slettu af hot sauce. Elvar Þrastarson er matgæð- ingur vikunnar. Ég vil þakka matgæðingnum honum Lárusi Inga fyrir að skora á mig. Matargerð er mitt aðaláhugamál en pizzu- og bjórgerð á Ölverk eiga hug minn alla daga. Hef ég smakk- að allskyns mat héðan og það- an um heiminn og hef ávallt haft þá reglu að kaupa mér ávallt velvalda uppskriftabók í hverju landi sem ég heimsæki. Vanalega þegar ég er að mat- reiða þá er ekki mikið verið að fara eftir uppskriftum heldur er þetta eitthvað sem verður til jafnóðum í hita leiksins. Hér er uppskriftin mín af gómsætri kjúklingasúpu sem ég hef gert mjög oft fyrir veisl- ur sem haldnar hafa verið í fjölskyldunni gegnum tíðina. Ég elda kjúklinginn í ofni áð- ur og nota oftast heilan kjúkling sem ég ríf svo niður í súpuna. Kjúklingur 1 stk. heill kjúklingur 2 msk. matarolía Krydd mix Hveiti – 1½ msk. Reykt paprika – 1 msk. Salt – 1 tsk. Pipar – 1 tsk. Púðursykur – 1 tsk. Kjúklingakraftur – 1 tsk. Laukduft – ½ tsk. Hvítlauksduft – ½ tsk. Mulið kóríander – ½ tsk. Mulið cummin– ½ tsk. Stillið ofninn á 190°C. Tak- ið kjúklinginn og klippið hrygginn í sundur endilangt. Svo opna ég kjúklinginn og set hann með bringurnar upp á ofnplötu. Skerið fullt af rákum í kjúklinginn svo kryddbland- an fari betur inn í hann. Nuddið matarolíunni á hann svo krydd- ið festist betur við. Stráið svo kryddmixinu yfir alla skepn- una og eldist svo inni í ofnin- um þar til hann hefur ná 72°C í kjarnhita. Leyfið honum svo að kólna eða þar til hægt er að handleika hann og rífið niður í munnbitastærðir. Súpan Laukur, meðalstór – 1 stk. Rauð paprika – 2 stk. Græn paprika – 1 stk. Ferskt chilli – 2 stk. (fræ- hreinsað) Sunnlenski matgæðingurinn Elvar Þrastarson. Útgefandi: Dagskráin,Eyravegi25,800Selfoss, sími4821944, fax4822835 ,dagskrain@prentmet.is. Ritstjóriogblaðamaður: ÖrnGuðnason, sími8560672, orng@prentmet.is . Auglýsingar: KatlaHarðardóttir, sími4821944 ,katla@prentmet.is Dagskráinkemurútáhverjum miðvikudegi.Alltefniogauglýs- ingarberist íPrentmet,Eyravegi25, Selfossi, fyrirhádegiámánu- dögum.Upplag9400eintök. Dreiftókeypis íallar sýsluraustan Hellisheiðar.Dagskráineraðiliað samtökumbæjar-oghéraðsfréttablaða. ISSN 1670-407X Svansmerkið, Prentgripur, 1041 0858 Eyravegi 7 800 Selfoss Sími 482 1144 info@gleraugnagalleri.is gleraugnagalleri.is Erum líka á Facebook: gleraugnagalleri MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Á GÓÐU VERÐI Sjónmælingar á staðnum F ertugasta og sjötta Bikar- glíma Íslands fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans í Reykjavík 12. janúar sl. Góð þátttaka var í mótinu og mikið um skemmtilegar glímur. Þrettán erlendir keppendur tóku þátt að þessu sinni. Jana Lind Ellertsdóttir var eini keppandi HSK á mótinu og gerði hún sér lítið fyrir og varð tvöfald- ur bikarmeistari. Hún vann bæði opinn flokk kvenna og -60 kg flokk kvenna. Heildarúrslit eru á www.glima.is . Jana Lind bikar- meistari í glímu Jana Lind Ellertsdóttir HSK tvö- faldur bikarmeistari í glímu. Baðstofukvöld Vörðu- kórsins í Árnesi V örðukórinn heldur sitt árlega Baðstofukvöld í félags- heimilinu Árnesi föstudags- kvöldið 2. febrúar nk. kl. 20:30. Kappkostað er að bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dag- skrá. Að sjálfsögðu býður þessi matglaði kór upp á veitingar, auk þess sem barinn verður opinn. A ldursflokkamót HSK 11–14 ára, unglingamót HSK 15–17 ára og héraðsmót fullorðinna í frjálsum íþróttum innanhúss fóru fram í frjáls- íþróttahöllinni í Kaplakrika 14. janúar sl. Aldursflokkamótið Alls voru 109 keppendur frá átta félögum skráðir til leiks og flestir þeirra mættu og kepptu þrátt fyrir slæmt veður þá um morguninn. Karolína Helga Jó- hannsdóttir Selfossi vann allar fimm keppnis- greinarnar í 13 ára flokki. Kristófer Árni Jónsson úr Heklu vann fjórar greinar í 11 ára flokki og varð annar í einni og þá vann Eydís Arna Birgisdóttir Sel- fossi fjórar greinar í 11 ára flokki. Selfyssingar höfðu mikla yfirburði í stigakeppni aldursflokkamótsins og hlutu 405,5 stig. Hrunamenn urðu í öðru sæti með 185 stig og Þjótandi í þriðja með 129 stig. Unglingamótið Þrjátíu keppendur frá níu félögum tóku þátt. Eitt HSK-met var sett á mótinu. Bríet Bragadóttir Sel- fossi bætti sex ára gamalt met Evu Lindar Elí- asdóttur í 60 m grindahlaupi í flokki 16 –17 ára. Bríet hljóp á 9,25 sek., en gamla metið var 9,29 sek. Sindri Freyr Seim Sigurðsson úr Heklu var sigur- sælasti keppandi unglingamótsins, en hann vann fimm greinar í 15 ára flokki og hlaut auk þess eitt brons. Selfyssingar unnu stigakeppnina með 174 stig, Þjótandi varð í öðru með 72 stig og Hekla varð í þriðja með 34 stig. Héraðsmótið Alls voru 28 keppendur skráðir til leiks á hér- aðsmótið og tæpur helmingur þeirra kom frá FH, sem tóku þátt sem gestir. Ýmir Atlason Selfossi og Stefán Narfi Bjarnason úr Þjótanda unnu báðir tvær greinar á héraðsmótinu. Selfyssingar unnu stiga- keppni mótsins með 77 stig, Þjótandi varð í öðru með 27 stig og Þór varð í þriðja með 26 stig. Heildarúrslit mótanna eru á www.fri.is og myndir frá mótunum eru á www.hsk.is. Selfyssingar sigursælir á HSK-mótunum í frjálsum Auglýsingasíminn Sími 482 1944 Sigurlið Umf. Selfoss á aldursflokkamótinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz