2432

4 Miðvikudagur 17. janúar 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Ég vil skora á hann Elvar Þrastarson, bjórgerðarmeistara og pizzabakara, að koma með góðar uppskriftir í næstu viku. Hann lumar á ýmsu góðu sem gestir á Ölverki í Hveragerði fá að njóta dags daglega og pottþétt getur glatt lesendur Dagskrárinnar með einnig. Matgæðingar eru beðnir að senda á dagskrain@prentmet.is uppskrift ásamt mynd af sér eigi síðar en á sunnudegi. sígilt að bjóða upp á hýðishrís- grjón og gott salat. En hér er síðan einnig afar góð uppskrift af kartöflumús sem passar með öllum réttum og gott er að gera þegar maður vill gera aðeins betur við sig en hýðisgrjónin: 4 bökunarkartöflur 1 sæt kartafla 1 piparostur (eða einhver ann- ar góður) 1 poki spínat Smjör Salt og svartur pipar Rifinn ostur ofan á Kartöflurnar soðnar og stapp- aðar með gaffli (má vera svo- lítið gróft), osturinn skorinn í litla bita og settur útí. Spínatið skorið smátt, steikt í smjöri á pönnu og sett útí músina ásamt salti og pipar. Sett í eldfast mót, ost ofan á og hitað í ofni í 20-30 mín. Sem eftirrétt er ekkert betra en að bjóða upp á súkkulaði- og vanillumjúkís frá Kjörís með sósu gerðri úr Mars- -súkkulaði sem brætt er við vægan hita í rjóma. En ef mað- ur hefur ekki þolinmæði í það þá eru heitu súkkulaði- og karamellusósurnar frá Kjörís hrein snilld. 10 sekúndur í ör- bylgjuofni og þær eru heitar og gómsætar. Lárus Ingi Friðfinnsson er matgæðingur vikunnar. Mikið var ég ánægður þegar stórvinur minn og einn sá mesti matgæðingur sem ég þekki skoraði á mig í þessari uppskriftaáskorun. Við fé- lagarnir erum miklir matmenn eins og kannski fer ekki fram- hjá neinum og því er gaman að fá að deila með fleirum úr upp- skriftasafninu. Á okkar heimili eins og sjálfsagt á mörgum öðrum er kjúklingur oft á borð- um enda auðvelt að elda úr honum alls konar frumlega og skemmtilega rétti. Ég vel ávallt ósprautaðar bringur enda miklu miklu betri. En hér er semsagt uppskrift af einum vinsælum kjúklingarétti. Kjúklingapottréttur a la USA 1 msk. olía 1 hvítlauksrif, pressað 1 stór laukur, fínt skorinn 2 stangir selleri, fínt skornar 1 græn paprika, fínt skorin 1 rauð paprika, fínt skorin 3-4 kjúklingabringur skornar í bita eða lengjur 1 dós sveppasúpa 1 bolli lauksúpa (pakkasúpa) ½ bolli rjómi 1 dós niðurskornir tómatar 1 tsk. chillikrydd 12 tortilla pönnukökur, skorn- ar í strimla 2 bollar rifinn mozzarellaostur Notið stóra pönnu og steikið lauk, sellerí, báðar paprikurnar og hvítlaukinn saman í olíunni þar til allt er orðið brúnað. Bætið kjúklingabringunum, súpunum og tómötum útí ásamt chilli-kryddinu og slökkvið undir pönnunni. Nú er tekið fram eldfast mót og helmingurinn af tortilla pönnu- kökunum raðað í botninn. Nú er helmingurinn af kjúklinga- réttinum bætt ofan á og 1 bolla af osti svo eru þessi skref endurtekin með restina af hrá- efninu. Bakið í ofni á 180° í 30-40 mín. Með þessu er auðvitað Sunnlenski matgæðingurinn Lárus Ingi Friðfinnsson. Útgefandi: Dagskráin,Eyravegi25,800Selfoss, sími4821944, fax4822835 ,dagskrain@prentmet.is. Ritstjóriogblaðamaður: ÖrnGuðnason, sími8560672, orng@prentmet.is . Auglýsingar: KatlaHarðardóttir, sími4821944 ,katla@prentmet.is Dagskráinkemurútáhverjum miðvikudegi.Alltefniogauglýs- ingarberist íPrentmet,Eyravegi25, Selfossi, fyrirhádegiámánu- dögum.Upplag9400eintök. Dreiftókeypis íallar sýsluraustan Hellisheiðar.Dagskráineraðiliað samtökumbæjar-oghéraðsfréttablaða. ISSN 1670-407X Svansmerkið, Prentgripur, 1041 0858 Í desember síðastliðnum tók Sindri Freyr Seim Sigurðsson, Ungmennafélaginu Heklu, þátt í fjórum frjálsíþróttamótum og gekk honum heldur betur vel í hlaupagreinunum. Þann 5. des- ember tók hann þátt í Ár- mannsmótinu og keppti þar í 4×200 metra boðhlaupi með A-sveit HSK/Selfoss 2002 í flokki 15 ára. Þar sló sveitin Ís- landsmet á tímanum 1:39,47 mín. en gamla metið var 1:41,14 og var það búið að standa í 4 ár 11 mánuði og 6 daga. Sveitina skipuðu auk Sindra, Hákon Birkir Grétarsson, Jónas Grét- arsson og Dagur Fannar Einars- son, sem koma frá Selfossi en taka verður fram að Sindri er enn 14 ára. Þann 16. desember var Að- ventumót Ármanns 2017. Á því móti náði Sindri nýju Íslands- meti í 200 metra hlaupi á tíman- um 24,50 sekúndur, en gamla metið var rúmlega þriggja ára Fjögur Íslandsmet slegin á einummánuði gamalt 24,58 sek. Á Coca Cola-móti FH þann 21. desember sló Sindri Íslands- met frá 15. desember 2014 í eigu Hinriks Snæs Steinssonar FH sem var 39,02 sekúndur, en Sindri hljóp 300 metrana á tím- anum 38,45 sek. Í einu og sama hlaupinu voru slegin þrjú aldurs- flokkamet. Hinrik Snær Steins- son FH setti nýtt aldursflokka- met í flokki 16–17 ára pilta er hann hljóp á tímanum 35,88 sek. Dagur Fannar Einarsson Selfossi setti nýtt aldursflokkamet í flokki 15 ára pilta er hann hljóp á tímanum 37,95 sek. Áramót Fjölnis var svo haldið 28. desember og keppti Sindri þar í 200 metra hlaupi og gerði hann sér lítið fyrir og sló 12 daga gamalt met sem hann átti sjálfur, þegar hann hljóp á tímanum 24,38 sek. Þetta gera, eins og áður sagði, fjögur Íslandsmet á einum mánuði og er ánægjulegt að segja frá því að hann lokaði keppnisárinu með því að vera valinn í úrvalshóp Frjálsíþrótta- sambands Íslands veturinn 2017 til 2018 fyrir 200 metra hlaup. Það verður reglulega gaman að fylgjast með honum í framtíð- inni. Umf. Hekla. Sindri Freyr Seim Sigurðsson. L íkt og u n d a n - farin ár hefur f r a m - kvæmda s t . HSK upp- fært meta- skrár HSK í frjálsíþrótt- um í öllum flokkum frá 11 ára aldri, bæði innan- og utanhúss. Einnig var afreka- skrá fyrir fatlaða uppfærð. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem fyrir liggja voru samtals 222 HSK-met sett á síðasta ári og hafa aldrei verið sett jafn mörg met á einu ári innan sam- bandsins. Fatlaðir settu þrjú met, keppendur 11–22 ára settu 154 met, keppendur í karla- og kvennaflokkum settu 12 met og keppendur í öldungaflokkum settu 53 met. Nokkur þessara meta eru einnig landsmet í við- komandi flokki. Dagur Fannar Einarsson, keppandi í 15 ára flokki, setti 19 einstaklings HSK-met á árinu og setti auk þess 14 boð- hlaupsmet með félögum sínum, eða samtals 33 met. Eva María Baldursdóttir Selfossi, sem keppti í 14 ára flokki, setti sam- tals 26 HSK-met. Næst kom Sindri Freyr Seim Sigurðsson úr Umf. Heklu. Hann keppti í 14 ára flokki og setti 13 einstaklingsmet og 11 boðhlaupsmet, eða samtals 24 met. Hann setti auk þess flest Ís- landsmet keppenda HSK á ár- inu, eða þrjú einstaklingsmet og eitt boðhlaupsmet. Guðrún Heiða Bjarnadóttir, keppandi í 20–22 ára flokki og Bríet Bragadóttir, keppandi í 15 ára flokki, settu flest HSK-met í fullorðinsflokki, en þær settu báðar tvö met í kvennaflokki. Auk þess setti Bríet 15 met í yngri flokkum og Guðrún Heiða setti auk þess fimm met í sínum flokki. Guðmundur Nikulásson sett flest met í öldungaflokkum, en hann setti 15 met á árinu í flokki 55–59 ára. Árni Einarsson setti 10 met í flokki 85–89 ára. Hann var sá elsti sem setti met á árinu, en hann varð 86 ára á árinu. Hulda Sigurjónsdóttir Suðra var sú eina sem setti HSK-met í flokkum fatlaðra á árinu, eða þrjú talsins. HSK-metaskrár, þar sem einnig má sjá yfirlit allra HSK- meta sem sett voru á síðasta ári má nálgast á vef HSK, hsk.is . 222 HSK-met í frjálsum íþróttum sett á síðasta ári Dagur Fannar setti 33 HSK-met á ár- inu, þar af 14 í boð- hlaupum með fé- lögum sínum. HSK-tvímenningurinn í bridds fór fram í Selinu á Selfossi fimmtudaginn 4. janúar síðastliðinn með þátttöku 17 para. Spiluð voru 40 spil og eft- ir þessi 40 spil stóðu uppi sem sigurvegarar þeir Kristján Már Gunnarsson og Gunnlaugur Sæv- arsson með 333 stig. Jafnir í öðru og þriðja sæti með 330 stig voru svo sveitarfélagarnir Helgi Hermannsson og Brynjólfur Gestsson og Sigurð- ur Skagfjörð og Þorgils Torfi Jónsson. Brynjólf- ur og Helgi unnu innibyrðis viðureign þeirra og lenda því í öðru sæti. Lokastöðuna má sjá á www.hsk.is og www.bridge.is . Kristján Már og Gunnlaugur HSK-meistarar í tvímenningi

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz