2432

2 Miðvikudagur 17. janúar 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands S ameiginlegt lið Hruna- manna/Þórs Þorlákshafnar mætti liði Keflavíkur á sunnu- daginn í bikarúrslitaleik í 9. flokki drengja í körfubolta. Hrunamenn/Þór Þ. leika í A-deild í deildarkeppninni 9. flokks drengja í vetur á meðan Keflvíkingar leika í B-deild. Hrunamenn/Þór Þ. fóru vel af stað og komust í 14-5. Þeir léku sterka vörn sem reyndist Kefl- víkingum erfið. Eins voru þeir beittir í sókninni. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-13. Hrunamenn/Þór Þ. héldu áfram að sækja af miklum krafti og unnu 2. leikhlutann 17-5 og voru því yfir í hálfleik 39-18. Sama var uppi á teningnum í 3. og 4. leikhluta en Hrunamenn/ Þór Þ. voru með algjöra yfir- burði og lönduðu stórum sigri 79-43. Eyþór Orri Árnason átti frá- bæran leik fyrir Hrunamenn/Þór Þ., skoraði 23 stig og var með 11 stoðsendingar og stjórnaði spil- inu fyrir sitt lið. Hrunamenn/Þór Þ. fengu framlag frá mörgum mönnum og margir sem lögðu sitt af mörkum. Aron Ernir, Ey- þór Orri og Ísak Júlíus voru frá- bærir hér og áttu stóran þátt í sigri sinna manna. Þessi leikur varð aldrei spennandi og náðu Hrunamenn sér í þægilega forystu sem þeir héldu út allan leikinn og byggðu á. Verðskuldaður sigur Hruna- manna/Þórs Þ. Hrunamenn/Þór Þ. bikarmeistarar Kátir leikmenn og þjálfarar liðs Hrunamanna/Þórs Þ. sem var bikarmeistari í 9. flokki drengja um helgina. Mynd: Karfan/ÓÞJ. Miðasala erhafin og stendur til 17. janúar íGalleríOzoneSelfossi og á Tix.is. Miðaverðið áblót ogball er 6.800kr. en sérstakt forsölu tilboð verður frá8. til 9. janúar eða litlar6.300kr. Enmiðaverð áballið er 3.000kr.Nánariupplýsingarmáfinna á Facebooksíðunni "Selfossþorrablót" og í síma 4 800 100-Góða skemmtun ! SKÍTAMÓRALL · EYÞÓR INGI · ÓLI BACH LÉTTSVEITIN RÓFUSTAPPA · FJÖLDASÖNGUR · LEYNIATRIÐI GÖMLUDANSARNIR · BRENNIVÍNS “SNAPSINN” HÆFILEIKAKEPPNIN AUSTURBÆR / VESTURBÆR VEISLUSTJÓRAR FANNAR ÓLAFSSON OG KJARTAN ATLI KJARTANSSON ÍÞRÓTTAHÚSIÐ VALLASKÓLA 20. JANÚAR Sveitarfélagið Árborg auglýsir stöðu atvinnu- og viðburðafulltrúa lausa til umsóknar. Leitað er að reglusömum og áreiðanlegum einstaklingi sem hefur m.a. til að bera frumkvæði, góða sam- skiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um er að ræða fjöl- breytt og áhugavert starf tengt ferðaþjónustu, viðburðum og fleiru í Sveitarfélaginu Árborg. Mikil uppbygging er í sveitarfélaginu sem er 9000 manna samfélag á Suðurlandi með 3 þéttbýliskjarna og hátt þjónustustig. Áhersla er lögð á samstarf í ferðaþjónustu á svæðinu ásamt aukinni afþreyingu og fjölbreyttum viðburðum og hátíðum. Með samstarfi í ferðaþjónustu er m.a. átt við upplýs- ingamiðstöðina sem rekin er í samvinnu Árborgar og Flóahrepps. Helstu starfssvið - Umsjón með ferðaþjónustu og öðrum atvinnumálum - Umsjón með daglegum rekstri upplýsingamiðstöðvar - Umsjón með viðburðum og hátíðum í sveitarfélaginu - Starfsmannahald í upplýsingamiðstöð í samráði við yfirmann - Samskipti og samstarf við hagsmunaaðila í viðkomandi málaflokkum - Stefnumótun í samráði við yfirmenn Menntunar- og hæfniskröfur - Háskólamenntun sem nýtist í starfi - Reynsla úr ferðaþjónustu, viðburða- og/eða verkefnastjórnun er kostur - Stjórnunarreynsla er kostur - Þekking á svæðinu er kostur - Góð samskiptahæfni, sjálfstæði og frumkvæði - Skipuleg og fagleg vinnubrögð - Almenn tölvukunnátta Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags og um er að ræða 100% starf. Umsóknarfrestur rennur út 29. janúar næstkomandi. Umsóknir skulu sendar á Sveitarfélagið Árborg, Ráðhúsinu, Austurvegi 2, 800 Selfossi eða með tölvupósti á bragi@arborg.is merkt „Starfsumsókn, atvinnu- og viðburðafulltrúi” . Nánari upplýsingar um starfið veitir Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi, í síma 480 1900, bragi@arborg.is Atvinnu- og viðburða- fulltrúi í Sveitar- félaginu Árborg Þ riðjudaginn 2. janúar sl. var starfsdagur hjá starfsfólki á Leikskólanum Laugalandi og var hann nýttur til fræðslu fyrir starfsmenn. Þau Ragnar Ragnarsson og Klara Valgerður Brynjólfsdóttir, frá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, sáu um fræðsluna þennan dag en þetta var dagsnámskeið sem byggt er á bók sem heitir „Uppeldisbókin – að byggja upp færni til fram- tíðar.“ Á námskeiðinu var farið yfir nokkur mikilvæg atriði í uppeldi eins og hvernig stýra má athygli barna, hvernig auka má sjálf- stæði þeirra og bæta samskipti. Einnig voru kenndar aðferðir til að róa börn og draga úr kvíða þeirra. Bókin sem námskeiðið byggist á var gefin út af bóka- forlaginu Skruddu. Þessi bók á mikið erindi til foreldra sem ala upp börn í því flókna nútíma- þjóðfélagi sem við búum í. Að Öflugur starfsdagur hjá Leikskólanum á Laugalandi fara yfir þetta efni með öllum starfsmönnum var mjög hagnýtt en það er mjög mikilvægt að all- ir sem vinna með börnin á leik- skólanum séu samstíga með þær aðferðir sem notaðar eru við uppeldi barnanna. Þess má geta að bókin er stútfull af hagnýtum uppeldisráðum og eru áhuga- samir foreldrar hvattir til að nálgast bókina og kynna sér efni hennar. Frá starfsdegi hjá starfsfólki Leikskólans að Laugalandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz