2431

4 Miðvikudagur 10. janúar 2018 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Ég skora á vin minn og félaga Lárus Inga Friðfinnsson í Hvera- gerði. Matgæðingar eru beðnir að senda á dagskrain@prentmet.is uppskrift ásamt mynd af sér eigi síðar en á sunnudegi. 1 hvítlauksgeiri ½ chili 1 tómatur Safi úr 1 lime Allt sett í matvinnsluvél og maukað, ekki lengi, þetta á að vera gróft . Einnar mínútu ís 500 gr. frosin ber 500 gr. grísk jógúrt 3 – 4 msk. fljótandi hunang 150 gr. fersk bláber Nokkur lauf af ferskri mintu Frosin berin eru sett í mat- vinnsluvél, og aðeins unnin, þá er jógúrtinu bætt í svo og hun- anginu. Hrært saman. Nokkur bláber sett í desert- glas, ísblandan ofan á og skreytt með bláberjum og mintulaufum Gerið svo vel og verði ykk- ur að góðu. Eyjólfur Kolbeins er mat- gæðingur vikunnar. Ég vil byrja á þvi að þakka Rósu fyrir þessa áskorun. Þá var komið að því að spá í hvað maður á að senda inn. Ég er með mjög einfaldan kjötrétt og fljótlegan ís í eftirrétt. Nachos flögur með kjötsósu Fyrir 6 1 stór poki nachos flögur 500 gr. nautahakk 1 stk. rauðlaukur 2 stk. gulrætur 1 stk. chili 4 stk. hvítlauksgeirar 1 poki taco mix kryddblanda 1 dós refried beans 1 dós saxaðir tómatar Salt og pipar eftir smekk Rifinn ostur Hakkið er brúnað, síðan er saxaður laukurinn, saxaðar gulræturnar, saxað chili-ið og saxaður hvítlaukurinn settur út í og latið krauma aðeins. Kryddblöndunni bætt við. Þá eru baunirnar og tómatarnir sett út í og smá vatn soðið í 10 – 15 mín. Helmingur af flögunum er settur í eldfast form, kjötsósan yfir, síðan aðeins af flögum yfir og rifinn ostur. Bakað í vel heitum ofni þar til að osturinn fer að bráðna. Með þessu er borið fram gott salat og heima- lagað guacamole. 2 stk. avocado ½ rauðlaukur Sunnlenski matgæðingurinn Eyjólfur Kolbeins. Útgefandi: Dagskráin,Eyravegi25,800Selfoss, sími4821944, fax4822835 ,dagskrain@prentmet.is. Ritstjóriogblaðamaður: ÖrnGuðnason, sími8560672, orng@prentmet.is . Auglýsingar: KatlaHarðardóttir, sími4821944 ,katla@prentmet.is Dagskráinkemurútáhverjum miðvikudegi.Alltefniogauglýs- ingarberist íPrentmet,Eyravegi25, Selfossi, fyrirhádegiámánu- dögum.Upplag9400eintök. Dreiftókeypis íallar sýsluraustan Hellisheiðar.Dagskráineraðiliað samtökumbæjar-oghéraðsfréttablaða. ISSN 1670-407X Svansmerkið, Prentgripur, 1041 0858 23 HSK-met voru sett á Ára- mótamóti frjálsíþróttadeildar Selfoss, sem haldið var í íþrótta- húsi Vallaskóla á Selfossi 30. desember sl. Eva María Baldursdóttir Sel- fossi gerði sér lítið fyrir og bætti HSK-metið í kvennaflokki í há- stökki án atrennu um einn senti- metra, þegar hún sveif yfir 1,36 metra. Eva María er einungis 14 ára gömul og því er þetta einnig met í fimm yngri aldursflokk- um. Hún lét þetta ekki nægja því hún setti einnig HSK-met í þrístökki án atrennu í 14 ára flokki, stökk 7,49 m. Ýmir Atlason úr Umf. Sel- foss bætti 57 ára gamalt met Sveinbjörns Benediktssonar í langstökki án atrennu í flokki 16–17 ára þegar hann stökk 3,08 metra. Guðmundur Nikulásson setti samtals 10 HSK-met í flokki 55–59 ára í hástökki án atrennu, 23 HSK-met sett á Áramótamóti á Selfossi langstökki án atrennu og þrístökki án atrennu, en Jón M. Ívarsson átti metin í þessum greinum. Guðmundur stökk 1,40 m í hástökki, 2,61 í lang- stökki og 7,12 m í þrístökki. Loks bætti Ágústa Tryggvadótt- ir HSK metið fimm sinnum í há- stökki án atrennu í flokki 30–34 ára, stökk hæst 1,10 metra. Eva María Baldursdóttir setti HSK-met í hástökki án atrennu. H éraðsglíma HSK í full- orðinsflokkum, Skjaldar- glíma Bergþóru og Skjaldar- glíma Skarphéðins, var glímd að Laugarvatni fimmtudaginn 28. desember sl. Keppninni hafði verið frestað vegna skorts á keppendum síðastliðinn vetur en fór nú loks fram. Tveir keppendur mættu til leiks í hvorn flokk Skjaldar- glímunnar og var glímd jafnað- arglíma í báðum flokkum. Úrslit fóru á þá leið að Stefán Geirsson Umf. Þjótanda sigraði glímuna um Skarphéðinsskjöldinn í 13. sinn en hann glímdi fyrst um skjöldinn 1999. Jana Lind Ell- ertsdóttir Garpi sigraði glímuna um Bergþóruskjöldinn annað árið í röð. Jana Lind og Stefán skjaldarhafar Berg- þóru og Skarphéðins F ischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfé- lagið Árborg og Skákskóla Ís- lands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischer- setrinu á sunnudögum kl. 11:00–12:30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafs- son, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Félagar í Skákfélagi Selfoss og ná- grennis munu aðstoða hann. Alls verða þetta 10 sunnudagar og fyrsti tími verður sunnu- daginn 14. janúar næstkom- andi. Þeir sem hafa áhuga á skák- kennslunni eru beðnir um að mæta u.þ.b. 30 mínútum áður en fyrsta æfing hefst til að Skákkennsla grunnskólabarna ganga frá skráningu og greiðslu nemendagjalds sem er kr. 4.500 fyrir þessi 10 skipti. Varðandi frekari upplýs- ingar þá vinsamlegast hringið í síma 894 1275 eða sendið tölvupóst á netfangið fischer- setur@gmail.com . Grunnskólanemendur sem tóku þátt í skákkennslu í Fischersetri á Selfossi. Áfram haldið að greina ljósmyndir Samstarfsfundir um greiningu á ljósmyndum úr fórum Héraðsskjalasafns Árnesinga hefjast aftur eftir jólafrí föstudaginn 12. janúar. Fundirnir fara fram á 3. hæð Ráðhúss Árborgar og standa yfir frá kl. 10:00 til kl. 12:00. Á fundunum eru sýndar myndir af ónafn- greindu fólki, stöðum og fleiru og leitast við að greina hvað er á myndunum. Allir eru hjartanlega velkomnir.

RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz