Sunnudagur, 11. desember, 2016
   
Letur

Nýjasta Dagskráin

Leita

HSK fréttir 26. apríl 2012

Sveitaglíma16 ára og yngri:

Þrjár sigursveitir frá HSK

Sveitaglímubikarkeppni 16 ára og yngri var haldin á Ísafirði á dögunum og tóku nokkrar sveitir frá HSK þátt í mótinu.

Þrjár sveitir frá HSK unnu sinn flokk, þ.e. 11 – 12 ára stelpur, 11 – 12 ára strákar og 13 – 14 ára strákar.

Sigríður Magnea Kjartansdóttir, Laufey Ósk Jónsdóttir, Rósa Kristín Jóhannesdóttir, Rakel Sara Hjaltadóttir og Kristín Sóldís Ólafsdóttir skipuðu sveit HSK í flokki stelpna 11 – 12 ára.

Þeir sem voru í sigursveitinni í 11 – 12 ára flokki stráka voru þeir Smári Guðmarsson, Sölvi, Freyr Jónasson, Sölvi Svavarsson, Gestur Jónsson og Hjalti Unnar Hjaltason.

Sigursveitina í 13 – 14 ára flokki stáka skipuðu þeir Þorgils Kári Sigurðsson, Jón Gunnþór Þorsteinsson, Eiður Benediktsson og Guðni Björnsson.

Þá var sveit stelpna í 15 – 16 ára flokki stúlkna í öðriu sæti á mótinu og í sveitinni voru þær Guðrún Inga Helgadóttir, Vilborg Rún Guðmundsdóttir og Sóley Erna Sigurgeirsdóttir.

 

Grunnskólamót Íslands í glímu:

Níu titlar á sambandssvæði HSK

Grunnskólamót Íslands í glímu var haldið á Ísafirði 14. apríl sl. og tóku grunnskólanemendur af sambandssvæði HSK þátt í mótinu og unnu þeir til níu grunnskólameistaratitla. Flóaskóli var með fjóra titla, Hvolsskóli og Grunnskóli Bláskógabyggðar tvo titla hvor skóli og Laugalandsskóli einn.

Verðlaunahafar af Suðurlandi:

Stelpur

5.bekkur, minni

1.Kristín Sóldís Ólafsdóttir             Hvolsskóla

6.bekkur

1.-2. Sigríður Magnea Kjartansd.   Grsk. Bláskógab.

3. Laufey Ósk Jónsdóttir               Grsk. Bláskógab.

7.bekkur

1. Sif Jónsdóttir                          Hvolsskóla

3. Annika Arnarsdóttir                  Laugalandsskóla

8.bekkur

1. Hanna Kristín Ólafsdóttir           Flóaskóla

2. Sóley Erna Sigurgeirsdóttir        Grsk. Bláskógab.

9.bekkur

1. Guðrún Inga Helgadóttir            Flóaskóla

10.bekkur

3.-4. Vilborg Rún Guðmundsdóttir   Grsk. Bláskógab.

Strákar

5.bekkur, minni

1. Sölvi Svavarsson                     Grsk. Bláskógab.

2. Sölvi Freyr Jónasson                Grsk. Bláskógab.

3. Hjalti Unnar Hjaltason               Hvolsskóla

6.bekkur, stærri

1. Smári Guðmarsson                  Laugalandsskóla

7.bekkur, stærri

3. Eiður Benediktsson                  Laugalandsskóla

8.bekkur, minni

1. Þorgils Kári Sigurðsson             Flóaskóla

8.bekkur, stærri

1. Jón Gunnþór Þorsteinsson         Flóaskóla

 

Frjálsíþróttasamband Íslands:

Maraþonboðhlaup FRÍ 2012

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur kallað eftir aðstoð til að framvæma Maraþonboðhlaup FRÍ sem mun fara fram í sumar. Hlaupið er haldið til styrktar undirbúningi frjálsíþróttafólks vegna Ólympíuleikanna í London 2012.

Hlaupið er boðhlaupskeppni þar sem allt að sjö hlauparar skipa eitt lið. Hver liðsmaður hleypur að minnsta kosti einn hring af sjö hringja hlaupaleið. Heildarvegalengdin sem er hlaupin er hálft maraþon eða 21,097 km og því hver hringur 3 km. Hlaupið getur farið fram hvar sem er á landinu undir stjórn frjálsíþróttafélagsins á svæðinu. Keppt er í samtals 8 flokkum á höfuðborgarsvæðinu og 4 flokkum á landsbyggðinni. Allir þátttakendur fá staðlað viðurkenningarskjal með myndum af Ólympíuhópi FRÍ 2012 og að loknu hlaupi fer fram happdrætti á staðnum þ.s keppnisnúmer gildir sem happdrættismiði.

Markmiðið með Maraþonboðhlaupi er fyrst og fremst að auka stuðning við íslenska frjálsíþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í London næstkomandi sumar. Einnig er markmiðið að vekja aukna athygli á íþróttinni og benda á að götuhlaupin eru hluti af frjálsum íþróttum.

Opnað verður fyrir skráningar í hlaupið 14. maí 2012. Nánari upplýsingar veitir Þórey Edda, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og í síma 5144042/6631863

Vélhjólaklúbbur Rangæinga ekki lengur í HSK

Vélhjólaklúbbur Rangæinga, sem stofnaður var 15. desember 2008 og fékk aðild að HSK á sínum tíma, er ekki lengur í HSK.  Félagið gekk aldrei frá lagabreytingum sem ÍSÍ óskaði eftir og félagið hefur ekki verið starfandi undanfarið.

Á stjórnarfundi HSK á dögunum var ákveðið, í samráði við formann félagsins, að taka félagið af skrá sem eitt aðildarfélaga HSK.  Ef félagið fer aftur af stað, mun það sækja um aðild að HSK að nýju.

Skráning hafin í Hjólað í vinnuna - í tíunda sinn

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna 9. - 29. maí næst komandi í tíunda sinn.

Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Búið er að opna fyrir skráningu inná vef átaksins, www.hjoladivinnuna.is . Á heimasíðunni má nálgast upplsýingar um reglur, keppnisgreinar, skránignarleiðbeiningar og fleira hagnýtt fyrir þátttakendur.

Frekari upplýsingar um átakið má nálgast í síma 514-4000 eða á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands:

Ábending Rannsóknarnefndar umferðaslysa

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur borist skýrsla Rannsóknarnefndar umferðaslysa vegna banaslyss sem varð á Eyjafjarðarbraut 20. janúar 2011.

Í skýrslunni kemur fram ábending til þeirra sem stunda útihlaup um að skoða öryggismál sín. Lögð er áhersla á að viðkomandi klæðist endurskinsvesti eða jakka. Þá bendir nefndin á að ljósgeisli aðalljósa bifreiða og bifhjóla lýsir niður á veginn. Af þeim sökum er ráðlegt að vera með endurskin í ökklahæð eða neðst á kálfa því að sú staðsetning kemur fyrr inn í ljósgeisla aðalljósa bifreiða en endurskin á efri hluta líkamans.

Hlauparar sem skokka á þjóðvegum ættu einnig að skoða hvort mögulegt sé að hlaupa utan þjóðvegar, sérstaklega í rökkri og myrkri.

ÍSÍ leggur áherslu á að ofangreindri ábendingu verði komið á framfæri við alla þá sem þið teljið að hún eigi erindi við. Mikilvægt er að huga ætíð vel að öryggismálum íþróttaiðkenda og vera sífellt vakandi fyrir aðstæðum sem geta skapað hættu.

Fréttapunktar:

Aðalfundur Umf. Selfoss í kvöld

Aðalfundur Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá á Selfossi í kvöld, fimmtudag og hefst kl. 20:00.

Héraðsmót í minnibolta

Héraðsmót í minnibolta karla og kvenna í körfuknattleik verða haldin á Flúðum á föstudag kl. 14:00.

Ársþing Badmintonsambandsins

Ársþing Badmintonsambands Íslands verður haldið í íþróttamiðstöðinni í Laugardal á morgun, föstudag kl. 18:00. HSK á rétt á að senda fjóra fulltrúa.

Aldursflokkamót HSK í sundi

Aldursflokkamót HSK í sundi verður haldið á Hvolsvelli á laugardag. Upphitun hefst kl. 9:15 og mót kl. 10:00. Nánari upplýsingar á www.hsk.is.

Héraðsmót í 8. flokki kvenna

Héraðsmót í 8. flokki kvenna í körfuknattleik verður haldið í Hveragerði á sunnudag kl. 14:00.

Starfsíþróttaþing UMFÍ í Selinu á laugardag

2. starfsíþróttaþing UMFÍ verður haldið í Selinu á Selfossi á laugardag og hefst kl. 13:00. HSK á rétt á að senda þrjá fulltrúa.

Lokahóf Glímusamdsins

Lokahóf Glímusamdsins  verður haldið í Reykjavík 28. apríl 2012.

Dómaranámskeið í frjálsum í Selinu

Frjálsíþróttaráð HSK heldur dómaranámskeið í Selinu á Selfossi dagana 3. og 5. maí nk.  Þorsteinn Þorsteinsson, formaður Tækninefndar FRÍ, mun kenna á námskeiðinu. Kennt verður eftir nýrri námsskrá og munu þeir sem taka fullt námskeið öðlast héraðsdómararéttindi FRÍ. Eftirfarandi eru tenglar á heimasíðu FRÍ sem innihalda efni sem notast verður  við á námskeiðinu. Aðgangur að þessum skjölum á skjá eða útprentuðum á pappír er æskilegur fyrir þátttakendur í dómaranámskeiðum FRÍ. Lög Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ):

http://www.fri.is/skrar/file/L%C3%96G-FR%C3%8D-2010-Sta%C3%B0fest.pdf Reglugerðir Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) http://www.fri.is/skrar/file/Regluger%C3%B0ir%202011-n%C3%BDtt_sept2011.pdf Íslensk útgáfa af alþjóðlegum keppnisreglum í frjálsíþróttum, í gildi 2012-2013: http://www.fri.is/skrar/file/IAAF%20reglur/IAAFreglur2012.pdf

 

 

 

 

DFS.is - Dagskráin Fréttablað Suðurlands

Útgefandi: Prentmet ehf.
Sími: 482 1944
Email: dagskrain@prentmet.is
Ritstjóri: Örn Guðnason
Vefstjóri: Björgvin Rúnar Valentínusson