Sunnudagur, 11. desember, 2016
   
Letur

Nýjasta Dagskráin

Leita

Arion banki neitar að endurútreikna erlend lán fyrir Hrunamannahrepp

Ragnar Magnússon, oddviti Hrunamannahrepps kynnti á síðasta fundi hreppsnefndar bréf frá Arion banka þar sem fjallað er um endurútreikning erlendra lána Hrunamannahrepps. Samkvæmt bréfinu hafnar Arion banki því að erlend lán Hrunamannahrepps verði endurreiknuð. Hreppsnefnd hefur falið sveitarstjóra að athuga, í samráði við lögmann og endurskoðanda sveitarfélagsins næstu skref í málinu. Arion banki er viðskiptabanki Hrunamannahrepps en sveitarfélagið er með 150 milljóna króna lán hjá bankanum. "Nei, það hefur engin ákvörðun verið tekin um að skipta um banka, tíminn einn verður að leiða það í ljós", sagði Jón Valgeirsson, sveitarstjóri þegar hann var spurður hvort sveitarfélagið ætlaði að skipta við annan banka í ljósi stöðunnar með Arion banka.

 

 

 

 

 

DFS.is - Dagskráin Fréttablað Suðurlands

Útgefandi: Prentmet ehf.
Sími: 482 1944
Email: dagskrain@prentmet.is
Ritstjóri: Örn Guðnason
Vefstjóri: Björgvin Rúnar Valentínusson