Sunnudagur, 11. desember, 2016
   
Letur

Nýjasta Dagskráin

Leita

Kótelettan fær 200.000 kr. frá Árborg – ekki leyft að tjalda við Sunnulækjarskóla

Bæjarráð Árborgar hefur dregið til baka samþykki fyrir því að nota svæði við Sunnulækjarskóla fyrir tjaldsvæði vegna Kótelettunnar 2012. Heimildin var veitt til handknattleiksdeildar, en ekki til forsvarsmanna Kótelettunnar og með ákveðnum skilyrðum fyrir fjölskyldufólk. Engu að síður vill bæjarráð koma til móts við sjónarmið íbúanna og bókun hverfisráðs og leggur þvi til við mótshaldara að leita annarra leiða þar sem sveitarfélagið hefur ekkert land í sinni umsjá eða eigu sem hentar sem tjaldsvæði. Gesthús hafa verið og eru aðaltjaldsvæðið á Selfossi og munu þjónusta fjölskyldufólk í tengslum við þessa hátíð og rúmar svæðið yfir 1.000 gesti í tjöldum.

Bæjarráð hefur samþykkt aðgengi að tjaldi bæjarins og að uppsetning á því falli undir samning við BFÁ. Flöggun vegna hátíðarinnar er inni í fjárhagsáætlun vegna hátíðarinnar, svo og 200.000 kr. styrkur til verkefnisins. Þá samþykkir bæjarráð að gæsla að virði 150.000 kr. samkv. samningnum við BFÁ fari til hátíðarinnar, annan kostnað við gæslu ber hátíðarhaldari.

 

DFS.is - Dagskráin Fréttablað Suðurlands

Útgefandi: Prentmet ehf.
Sími: 482 1944
Email: dagskrain@prentmet.is
Ritstjóri: Örn Guðnason
Vefstjóri: Björgvin Rúnar Valentínusson