Sunnudagur, 11. desember, 2016
   
Letur

Nýjasta Dagskráin

Leita

Mótmæla tjaldsvæði á fótboltavelli við Sunnulækjarskóla

Mótmælalisti með nöfnum 130 íbúa í Dverghólum, Tröllhólum, Nauthólum og Folaldahólum á Selfossi var afhentur Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Árborgar í dag. Þar eru íbúarnir að mótmæla því að fótboltavöllurinn við Sunnulækjarskóla verði notaður sem tjaldsvæði t.d. á bæjarhátíðinni  Kótelettunni 8. til 10. júní eða við önnur tækifæri. "Það er út í hött að láta sér detta í huga að hafa þarna tjaldsvæði ofan í íbúðabyggðinni með tilheyrandi ónæði og látum,  ég trúi því ekki að þetta verði leyft", sagði Guðjón Smári Guðjónsson, íbúi í hverfinu. Nú fara bæjaryfirvöld yfir listann og taka ákvörðun í málinu.  Á myndinni eru Guðjón Smári, Blaka Hreggviðsdóttir með son sinn Anton Rökkva Bjarkason, Ásta og Dröfn Jónsdóttir. Nöfnunum var safnað saman á tveimur sólarhringum.

 

 

DFS.is - Dagskráin Fréttablað Suðurlands

Útgefandi: Prentmet ehf.
Sími: 482 1944
Email: dagskrain@prentmet.is
Ritstjóri: Örn Guðnason
Vefstjóri: Björgvin Rúnar Valentínusson