Sunnudagur, 11. desember, 2016
   
Letur

Nýjasta Dagskráin

Leita

Elfa Dögg áfram í meirihlutanum í Árborg – nýtur 100% trausts

Sjálfstæðismenn í Árborg náðu samkomulagi á fjögurra tíma fundi í dag um að Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi flokksins í hreinum meirihluta í Árborg starfi áfram með meirihlutanum. Það verður því ekkert af því að Helgi S. Haraldsson, fulltrúi B-listans komi inn í meirihlutann eins og stóð til á tímbili. „Þetta var mjög fínn fundur, sem ég er mjög sátt við. Við töluðum opinskátt um hlutina og hreinsuðum út ýmis erfið mál þannig að nú eru allir sáttir og sælir“, sagði Elfa Dögg í samtali við blaðið. „Niðurstaðan er frábær, Efla Dögg nýtur 100% trausts og stuðnings hjá meirhlutanum enda kom það skýrt fram á fundinum í dag. Nú höldum við áfram að vinna að góðum málefnum fyrir Árborg enda er sól úti og menningarhátíðin „Vor í Árborg“ í fullum gangi“, sagði Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna eftir fundinn.

 

DFS.is - Dagskráin Fréttablað Suðurlands

Útgefandi: Prentmet ehf.
Sími: 482 1944
Email: dagskrain@prentmet.is
Ritstjóri: Örn Guðnason
Vefstjóri: Björgvin Rúnar Valentínusson