Sunnudagur, 11. desember, 2016
   
Letur

Nýjasta Dagskráin

Leita

Göngum inn í framtíðina - ljósleiðarakerfi á Selfoss

Bæjarráð Árborgar tók fyrir á síðasta fundi sínum erindi frá Sigþóri Constantin, íbúa á Selfossi um nauðsyn þess að koma upp ljósleiðarakerfi á Selfossi. Bæjarráð samþykkti að óska eftir upplýsingum frá Mílu, Vodafone og Orkuveitunni um hver sé staða á ljósleiðaratengingum og áform um slíkar tengingar í Sveitarfélaginu Árborg. Meðfylgjandi er bréf frá Sigþóri sem hann skrifaði DFS vegna málsins.

"Í ljósi þess að tækninni fer sífellt fram og kröfur um hraðari nettengingu er sífellt kastað fram er um að gera fyrir rétta aðila að stuðla að því að Ljósleiðaravæða Þéttbýlissvæði Selfoss-það er að segja að leggja ljósleiðara inn á öll heimili á Selfossi fyrir árslok 2013. Munurinn á Ljósleiðaranum og hefðbundnum ADSL tengingum sem allir Selfyssingar eru nú með á heimilum sínum er einfaldlega hraði, hraði sem er miklu meiri en ADSL tengingar,við erum að tala um 80% mun á hraða-bæði til notanda(download) og frá notanda(upload)!. Með því að ljósleiðaravæða selfoss mun íbúum á selfossi opnast alveg nýr heimur í afþreyingu heima við,þá myndi opnast sá möguleiki að taka inn HD sjónvarpsefni á myndlykla frá Símanum og Vodafone en flestir landsmenn eru nú þegar með HD myndlykla á heimilum sínum en hafa ekki tengingu sem getur borið háskerpuna. nú þegar flestir eru búnir að fjárfesta í Háskerpu flatskjá er ekkert vit í því að geta ekki notið þeirra gæða sem þau bjóða upp á. ADSL tengingar geta ekki borið háskerpu sjónvarpsmerki nema það sé einungis einn myndlykill á heimilinu og mjög góð lína inn á heimilið-þá þarf einnig að hugsa út í það að internet mun verða fyrir truflunum af völdum þeirra gríðarlega mikla gagnaflutnings sem verður við móttöku háskerpuefnis(10mb/s óslitið). Hraði ADSL tengingu er ,,allt að'' 16megabit á sekúndu,en það er mesti hraði sem fjarskiptafyrirtæki bjóða upp á yfir ADSL línurnar,en þeim hraða er aldrei náð-hraði og gæði ADSL tenginga miðast nefnilega við fjarlægð frá símstöð og eru ADSL tengingar oftast en ekki hraðari en 8megabit á sekúndu. hægt er að skrá áhuga á ljósleiðaranum á heimasíðu gagnaveitu Reykjavíkur,  http://www.gagnaveita.is og ýta við framkvæmdum á þínu svæði.

Stöðvar sem eru fáanlegar í HD hér á landi eru: Stöð 2 Sport HD, Discovery HD, National Geograpich Wild HD og nokkrar fleiri. Einnig er boðið upp á að leigja HD myndir á Myndlyklum Símans og Vodafone, en þær eru á um 800 kr myndin. Ólympíuleikarnir,HM og fleiri vinsælir dagskrárliðir hafa verið sendir út í Háskerpu í nokkur ár en aldrei hefur verið mögulegt að njóta Þeirra gæða á Selfossi. Enn og aftur hvet ég alla sem láta sem málið varða að heimsækja vefsetur Gagnaveitu Reykjavíkur, http://www.gagnaveita.is/ og skrá áhuga á Ljósleiðaranum, það kostar ekkert og er öllum til góðs( þú finnur gluggann til að skrá áhuga efst til hægri á forsíðunni). Tökum saman höndum og göngum inn í framtíðina!

Sigþór Constantin Jóhannsson,  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

 

DFS.is - Dagskráin Fréttablað Suðurlands

Útgefandi: Prentmet ehf.
Sími: 482 1944
Email: dagskrain@prentmet.is
Ritstjóri: Örn Guðnason
Vefstjóri: Björgvin Rúnar Valentínusson