0.5 C
Selfoss

Sunnlenskir strákar á EM í körfubolta

Vinsælast

Sex strákar frá körfuboltakademíu FSu spiluðu fyrir hönd Íslands á EM yngri flokka landsliða í körfubolta í sumar.

Björn Ásgeir Ásgeirsson spilaði með U20 landsliðinu en hann var lykilleikmaður með Selfossi körfu sl. vetur ásamt því að sinna stóru hlutverki með unglingaliði Selfoss/Hrunamanna/Hamars. Ásamt Birni spilaði Bergvin Einir Stefánsson einnig með U20 liðinu en hann kom til Selfoss körfu að láni frá Njarðvík á síðasta tímabili en hefur nú skrifað undir samning hjá Selfossi körfu fyrir komandi tímabil.

Styrmir Snær Þrastarson spilaði með U18 liðinu en hann æfði og spilaði með drengjaflokki FSu sl. tímabil.

Með U16 liðinu spiluðu Ísak Júlíus Perdue, Aron Ernir Ragnarsson og Eyþór Orri Árnason. Þeir hefja allir göngu sína hjá körfuboltaakademíu FSu núna í haust. Síðustu leikir U16 fara fram í þessari viku.

Random Image

Nýjar fréttir