7.3 C
Selfoss

Sala á íbúðum fyrir 50 ára og eldri hefur gengið mjög vel

Vinsælast

Framkvæmdir við byggingu íbúða fyrir fólk 50 ára og eldra að Austurvegi 39–41 á Sel­fossi eru langt á veg komnar. Í fyrsta verkhlutanum voru 12 íbúðir, í miðáfanganum 9 íbúðir og í þeim síðasta 16 íbúðir. Sam­tals eru þetta 37 íbúðir.

Að sögn Pálma Pálssonar, hjá byggingaraðilanum Pálmatré ehf., er nú þegar búið að selja nær allar íbúðirnar og eru íbúar flutt­ir í um helming þeirra. Salan gekk það vel að lítið þurfti að auglýsa þær. Íbúðirnar eru frá 86 m² upp í 100 m² auk geymslu. Þær eru allar þriggja herbergja þ.e. með stofu og tveim­ur her­bergjum. Íbúar gátu valið innréttingar, hurðir og gólfefni. Verðið er frá 36 milljónum upp í rúmar 46 milljón­ir. Undir mið og síð­asta áfangan­um er bílakjallari. Húsið er klætt með áli og timbri og gert eins viðhaldslítið og hægt er. Áætlað er að afhenda síðustu íbúðirnar í þriðja áfang­anum í októ­ber og ljúka verkinu í haust.

Nýjar fréttir