8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Góss á Sólheimum um helgina

Góss á Sólheimum um helgina

0
Góss á Sólheimum um helgina
Hljómsveitin Góss.

Hljómsveitin Góss er næst á dagskrá í tónleikaröð Menningarveislu Sólheima en hún kemur fram á morgun laugardaginn 6. júlí í Sólheimakirkju. Hljómsveitin Góss varð til sumarið 2017, þegar sveitin lét draum verða að veruleika og hélt í tónleikaferð um landið. Sveitin endurtók förina árið eftir og hefur jafnframt spilað við alls kyns tilefni um allt land.

Hljómsveitin Góss er skipuð tveimur af ástsælustu söngvurum landsins, þeim Sigríði Thorlacius og Sigurði Guðmundssyni, ásamt Guðmundi Óskari, bróður Sigurðar og meðleikari Sigríðar úr Hjaltalín. Nafn sveitarinnar er einmitt sett saman úr fyrstu stöfunum í nöfnum meðlima.

Góss verður á flakki víða um land í júlí til að fagna útgáfu fyrstu plötu sveitarinnar, Góssentíð. Þau ætla að bjóða upp á létt og skemmtilegt prógramm þar sem aðalmarkmiðið er að skapa hugljúfa stund fyrir tónleikagesti í Sólheimakirkju, laugardaginn 6. júlí kl. 14:00.