9.5 C
Selfoss

Selfyssingar fjölmennir á landsliðsæfingu

Vinsælast

Í dag valdi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, 19 leikmenn til æfinga vegna landsleikja Íslands gegn Grikkjum í Kozani 12. júní nk. og gegn Tyrklandi í Laugardalshöll 16. júní nk í undankeppni EM 2020.

Selfyssingar eru fjölmennir í æfingahópnum. Í hópnum eru nýkringdir Íslandsmeistarar Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson og Atli Ævar Ingólfsson, en ásamt þeim eru þeir Ómar Ingi Magnússon, Teitur Einarsson, Janus Daði Smárason og að lokum Bjarki Már Elísson, sem spilaði nokkur ár með akademíu Umf. Selfoss.

Þar er ljóst að Selfyssingar munu eiga einhverja fulltrúa í komandi baráttu um laust sæti í lokakeppni EM í handbolta.

Nýjar fréttir