8.9 C
Selfoss

Fjölmenná ráðstefna um almannavarnir á Hótel Selfossi

Vinsælast

Haldin var ráðstefna á Hótel Selfossi um almannavarnir og skipulag þann 17. maí sl. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, setti ráðstefnuna. Meðal framsögumanna var Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Aldís var með erindi um manngerða jarðskjálfta sem riðu yfir Hveragerði haustið 2011. Alls voru þetta um 4.500 skjálftar og margir óþægilega stórir. Í erindinu var m.a. skoðað hvaða lærdóm hægt var að draga af þessu og hvernig gera mætti betur. Fleiri áhugaverð erindi voru á ráðstefnunni sem heppnaðist vel að mati gesta. Að erindunum loknum voru pallborðsumræður þar sem farið var yfir þau atriði sem huga þarf betur að og næstu skref sem taka þarf í framhaldinu.

Að ráðstefnuslitum loknum undirrituðu Eva Harðardóttir, formaður stjórnar SASS og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, verksamning milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og SASS um greiningu tækifæra og áhrifa friðlýstra svæða á nærsvæði þeirra.

Nýjar fréttir