8.9 C
Selfoss

Blúsrokk í Skyrgerðinni á laugardaginn

Vinsælast

Það blása ferskir vindar í sunnlennsku blúsrokki nú um stundir. Blúsrokkhljómsveitin Ungfrúin góða og búsið hefur ákveðið að kíkja út úr skúrnum og halda tónleika í Skyrgerðinni í Hveragerði á morgun, laugardaginn 25. maí.

Með þeim koma fram hið frumlega og krafmikla dúó, GG blús sem vakið hefur mikla athygli, ekki síst á nýafstaðinni Blúshátíð Reykjavíkur. GG blús eru þeir Guðmundur Jónsson gítarleikari, gjarnan kenndur við Sálina hans Jóns míns, og Guðmundur Gunnlaugsson, sem trommað hefur með Kentár og Sixties, til dæmis.

Ungfrúna góðu og búsið skipa þau Linda Munda söngur, Árni Björnsson gítar, Aðalsteinn Snorrason gítar, Dagur Bergsson hljómborð, Smári Kristjánsson bassi og Skúli Thoroddsen trommur. Miðasala er á staðnum.

Nýjar fréttir