8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Kiwanishreyfingin afhenti 7 ára börnum hlífðarhjálma

Kiwanishreyfingin afhenti 7 ára börnum hlífðarhjálma

0
Kiwanishreyfingin afhenti 7 ára börnum hlífðarhjálma

Kiwanishreyfingin á Íslandi hefur um langt árabil skipulagt dreifingu hlífðarhjálmanna til 7 ára barna um allt land. Eimskip hf. stendur að öllum kostnaði við innkaup og flutning á hjálmunum. Allt frá árinu 2004 hefur fyrirtækið veitt þessa öryggisþjónustu til allra 7 ára barna á Íslandi. Áður höfðu einstakir klúbbar annast þetta verkefni hver á sínu félagssvæði. Kaldbakur á Akureyri mun hafa byrjað með þetta verkefni 1991 og annaðist innkaup á hjálmunum. Búrfell á Selfossi byrjaði 1997 og fékk hjálma hjá Kaldbak en síðar hjá öðrum innflytjendum. Tryggingafélögin TM, VÍS og Sjóvá styrktu þessa starfsemi sjö fyrstu árin, en síðan tók Eimskip verkefnið að sér.

Markmið verkefnisins er að auka öryggi barna í umferðinni og við hjólreiðar með því að gefa öllum börnum í fyrsta bekk grunnskóla á Íslandi hlífðarhjálma

Hvernig hjálmar eru þessir sem börn fá?
Hjálmarnir hafa breyst talsvert frá því í fyrstu og nýtast nú við fjölbreyttari tómstundaiðkun en áður. Auk þess sem stór flötur hjálmsins virkar nú sem endurskinsmerki. Hjálmarnir nýtast vel fyrir hjólreiðafólk og notendur hjólaskauta og hjólabretta.

Þrír hjálmar brotna, enginn slasast
Hver er ávinningur af þessu landsátaki? Strax á þriðja ári höfðu þrjú slys orðið í umferðinni á Selfossi þar sem þrír hjálmar brotnuðu hjá hjólríðandi börnum. Ekkert barnanna slasaðist á höfði.

Hjálmur þétt um höfuðið
höggum á að varna.
Eimskip veitir verðmætt lið
að verjast slysum barna.
Hj.Þ