6.7 C
Selfoss

Bræðurnir Gunnar og Mart­einn hlutu menningarverðlaun Árborgar

Vinsælast

Bræðurnir Gunnar og Mart­einn Sigurgeirssynir hlutu menningarverðlaun Árborgar 2019 en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta við opnun menn­ingarhátíðarinnar Vor í Árborg.

Báðir hafa þeir um langt skeið komið að kvikmyndagerð og ljósmyndun og liggur m.a. eftir þá fjöldi heimildarmynda sem teng­ist bernsku- og uppvaxtarslóðum þeirra á Selfossi.
Marteinn er kenn­ari að mennt og hefur stærstan hluta ævi sinnar unnið við einhverskonar kennslu og miðlun ásamt gerð heimild­ar­mynda.
Gunnar rak Ljósmyndastofu Suðurlands/Filmverk í 20 ár eða fram til ársins 2009. Hann mynd­að m.a. mannlíf og ýmsa viðburði er tengjast sögu Sel­foss. Einnig safnaði hann þús­und­um ljós­mynda fyrir Héraðs­skjalasafn Árnes­inga.

Nýjar fréttir