2.8 C
Selfoss

Klippt og skorið í Listagjánni

Vinsælast

Spennandi sýning listakonunnar Guðnýjar Guðmundsdóttur er í fullum gangi um þessar mundir í Listagjánni í Bókasafni Árborgar á Selfossi.

Guðný hefur síðan 2006 stundað klippilist þar sem verk eru sköpuð úr ólíkum litskrúðugum bútum sem klipptir eru saman og mynda sjálfstætt verk. Þessi aðferð nefnist collage en orðið er dregið af franska orðinu coller sem merkir að líma. Það voru Georges Braque og Pablo Picasso sem fundu orðið upp en klippiverk voru þá orðin áberandi þáttur í nútímalist.

„Sérhver mynd varðveitir örlítinn þátt af sál minni og tilveru,“ segir Guðný í samtali, en hún notar sérstaka aðferð í list sinni sem felst í röðun lita og blæbrigða. Stundum fer hún aðrar leiðir þegar innblásturinn beinir henni á þær.

Nýjar fréttir