1.9 C
Selfoss

Fjölmennasta Flóahlaupið frá upphafi

Vinsælast

Flóahlaupið fór fram við Félagslund í Flóahreppi í 41. skipti laugardaginn 6. apríl sl. Keppendur voru 114 talsins og er það næst fjölmennasta hlaupið frá upphafi.

Keppt var í 3 km hlaupi 14 ára og yngri í flokki pilta og stúlkna. Sigurvegarar í því voru Sigurjón Reynisson Umf. Þjótanda á 13:39 mín og Andrea Arnarsdóttir FH á 19:09 mín. Í 5 km hlaupi karla sigraði Vilhjálmur Þór Svansson ÍR 16:36 mín og í kvennahlaupinu sigraði María Birkisdóttir FH á 19:21 sek. Í 10 km hlaupi karla sigraði Vignir Már Lýðsson ÍR á 34:38 mín og kvennaflokkinn sigraði Fríða Rún Þórðardóttir á 41:41 mín. Einnig voru veitt verðlaun í einstökum aldursflokkum en öll úrslit má sjá á hlaup.is.

Að hlaupi loknu var öllum boðið til kaffisamsætis í Félagslundi þar sem allir gerðu veitingunum góð skil eins og vant er.

Nýjar fréttir