8.9 C
Selfoss
Home Fréttir Snæfríður og Sara keppa á Íslandsmeistaramóti í sundi um helgina

Snæfríður og Sara keppa á Íslandsmeistaramóti í sundi um helgina

0
Snæfríður og Sara keppa á Íslandsmeistaramóti í sundi um helgina
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið í Laugardalslaug helgina 5-7. apríl 2019. Sýnt verður beint frá mótinu á RÚV kl. 16:30 á laugardag. Tveir sterkir keppendur frá Suðurlandi taka þátt í mótinu.
Annarsvegar er það Hvergerðingurinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Hún syndir 50m. skriðsund í dag, föstudag, 100m. skriðsund á laugardag og 200m. skriðsund á sunnudag.  Snæfríður Sól á Íslandsmetið í 200m. skriðsundi og er með 2. og 3. besta tímann í 50 og 100 m. skriðsundi.
Hinsvegar er það Sara Ægisdóttir sem er fulltrúi Selfoss. Hún keppir í 50m. skriðsundi í dag, föstudag, 100m. skriðsundi og 200m. fjórsundi á laugardag og 200m. skriðsundi á sunnudag.
Magnús Tryggvason þjálfari Söru sagði í samtali við dfs.is: „Sara hefur verið í mikilli framför undanfarið. Það verður spennandi að sjá hvernig henni gengur á sterkasta sundmót landsins.“