8.9 C
Selfoss

Bólusetning við mislingum að hefjast á Suðurlandi

Vinsælast

Hluti af því bóluefni sem er að berast landsins kemur á heilsugæslur á Suðurlandi í dag og restin kemur á þriðjudag ef áætlanir ganga eftir. Byrjað verður að bólusetja í dag og haldið áfram eftir helgi.

Þeim sem verður boðin bólusetning til að byrja með eru óbólusett börn frá 12 mánaða aldri til 18 ára aldurs (börn/einstaklingar sem verða/urðu 18 ára á þessu ári). Nánari upplýsingar varðandi aldursskiptingu við bólusetningu og aðrar upplýsingar um mislinga má finna á www.landlaeknir.is

Eingöngu er hægt að bóka 12 mánaða til 18 ára börn að svo stöddu. Í næstu viku verður boðið upp á bólusetningu fyrir 18 ára til 49 ára, en nánar verður tilkynnt um það síðar.

 

Tímapantanir í síma:

Hveragerði: 432 2400

Þorlákshöfn: 432 2440

Selfoss: 432 2000

Laugarás: 432 2770

Hella: 432 2700

Hvolsvöllur: 432 2700

Vík í Mýrdal:  432 2800

Kirkjubæjarklaustur: 432 2880

Vestmannaeyjar: 432 2500

Nýjar fréttir