-1.5 C
Selfoss

Álagningaprósenta fasteignagjalda í Rangárþingi eystra lækkuð

Vinsælast

Á fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra sem haldinn var 13. desember sl. var ákveðið að álagningaprósenta fasteignagjalda yrði lækkuð til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Rangárþing eystra hefur síðan birt álagningu fasteignagjalda á vefnum www.island.is.

Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að fasteignaverð í sveitarfélaginu hefur hækkað mikið á undanförnum árum og hefur sú hækkun haft bein áhrif á fasteignamat í sveitarfélaginu. Fasteignamat í Rangárþingi eystra hækkaði að meðaltali um 12,5% milli ára, en er það ögn minni hækkun er meðalhækkun fasteignamats á Suðurlandi sem var 13,1%.

Til að koma til móts við fasteignaeigendur í Rangárþingi eystra ákvað sveitastjórn að lækka álagningaprósentu fasteignagjalda úr 0,375% í 0,35%. Með þessari aðgerð tekur sveitasjóður á sig um helming hækkunarinnar.

Á heimasíðu Þjóðskrár Íslands má finna upplýsingar um fasteignamat allra eigna á landinu. Telji eigendur fasteigna að fasteignamatið endurspegli ekki gangverð fasteigna er að hægt að gera athugasemd við matið hjá Þjóðskrá íslands.

Random Image

Nýjar fréttir