Samningar um leikskólabyggingu í Reykholti undirritaðir

Eigendur HK verktaka þeir Hákon Pétursson og Kristinn Már Þorkelsson ásamt Ástu Stefánsdóttur, sveitarstjóra Bláskóga­byggðar og Helga Bárðarsyni hjá Verkís.

Á dögunum var skrifað undir samning Bláskógabyggðar við HK verktaka ehf. um innanhússfrágang og lóðafrágang leik­skólans Álfaborgar í Reykholti. HK verktak­ar áttu lægsta tilboð í útboði sem Verkís ehf. hélt utan um fyrir Blá­skógabyggð.
Fyrri áfanga verks­ins lýkur á næstu vikum, en Ari Oddsson ehf. hefur annast þann þátt, þ.e. uppsteypu og utan­hússfrágang.
Áætlað er að taka hina nýju leik­skóla­byggingu í notkun næsta haust, og verður leik­skólinn Álfa­borg þá kominn í varanlegt hús­næði. Arkitekta­stofan VA arki­tektar annast hönn­un hússins og Verkís sér um verkfræði­hönnun.

DEILA