Kvenfélagskonur færðu Leikskólanum Krakkaborg góða gjöf

Frá afhendingu gjafabréfsins. Mynd: Flóahreppur.

Leikskólanum Krakkaborg í Flóahreppi barst góð gjöf á degi leikskólans 6. febrúar sl. Þar var um að ræða gjafabréf upp á 80.000 krónur fá Kvenfélagi Villingholtshrepps. Guðbjörg Hólm Þorkelsdóttir, leikskólastjóri, tók við gjafabréfinu sem Sólveig Þórðardóttir formaður og Fanney Ólafsdóttir afhentu fyrir hönd kvenfélagsins.

DEILA