12.8 C
Selfoss
Home Fréttir Sveitarfélagið Árborg sýknað af öllum kröfum Gámaþjónustunnar hf.

Sveitarfélagið Árborg sýknað af öllum kröfum Gámaþjónustunnar hf.

0
Sveitarfélagið Árborg sýknað af öllum kröfum Gámaþjónustunnar hf.

Sveitarfélagið Árborg var í gær í Hérðasdómi Suðurlands sýknað af öllum kröfum í Gámaþjónustunnar hf.vegna útboðs á sorphirðu í sveitarfélaginu sem fram fór í október 2011.

Málið var þingfest 15. maí 2013 og dómtekið að lokinni framhalds aðalmeðferð þann 12. nóvember sl. Stefnandi var Gámaþjónustan hf. og stefnda Sveitarfélagið Árborg.

Endanlegar dómkröfur stefnanda voru þær að stefnda yrði dæmt til að greiða stefnanda 18,9 milljónir króna ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Þá var þess krafist að stefnda yrði dæmt til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu.

Dómkröfur stefnda voru þær aðallega að dómkröfum stefnanda verði vísað frá dómi en til vara að stefnda yrði sýknað af dómkröfum stefnanda. Til þrautavara var þess krafist að krafa stefnanda verði lækkuð.

Samkvæmt gögnum málsins voru málavextir þeir helstir að stefnda stóð fyrir útboði á sorphirðu í sveitarfélaginu Árborg í októbermánuði 2011, sem bar heitið „Söfnun og flutningur úrgangs, moltugerð og þjónusta við gámastöð 2012–2016.“

Helstu málsástæður og lagarök stefnanda voru þær að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna brota stefnda á lagareglum um útboð. Stefnda hafi í kjölfar útboðsins verið skylt að gera við stefnanda verksamning í kjölfar útboðsins, en það hafi stefnda hins vegar ekki gert.

Helstu málsástæður og lagarök stefnda voru þær að stefnda vísaði sýknukröfu sinni til stuðnings til þess að skaðabótaskylda stefnda sé ósönnuð. Svo virðist sem stefnandi byggi málatilbúnað sinn að meginstefnu til á almennum reglum skaðabótareglunnar, en sönnunarbyrði um að skilyrði sakarreglunnar séu uppfyllt hvíli alfarið á stefnanda. Hafi stefnda ekki fært fram sönnur fyrir því að skilyrðum sakarreglunnar sé uppfyllt í máli þessu.

Dómsorð voru þau að stefnda, Sveitarfélagið Árborg, er sýkn af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Þá var málskostnaður fellur niður.

Nánar má lesa um málsmeðferðina og niðurstöðuna hér.

Gunnar bæjarfulltrúi ekki vanhæfur
Stefnandi vísaði til þess að við töku ákvörðunar um að hafna öllum tilboðum í verkið á fundi bæjarráðs stefnda 15. desember 2011, hafi bæjarráðsmaðurinn Gunnar Egilsson, sem sat fundinn og tók þátt í ákvörðuninni, verið vanhæfur þar sem bróðir hans, Guðjón Egilsson, hafi komið fram í útboðinu fyrir hönd Íslenska gámafélagsins ehf., eins og t.d. megi sjá af fundargerð opnunarfundar. Vísaði stefnandi til þess að Guðjón hafi annast sorphirðu fyrir stefnda í mörg ár og sé rekstrarstjóri Íslenska gámafélagsins ehf., á Suðurlandi og einn stærsti hluthafi félagsins. Hafi Gunnari því verið óheimilt að taka þátt í undirbúningi, meðferð eða ákvörðunartöku í málinu., sbr. 2., 3., 5. og 6. töluliða 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 103. gr. þágildandi laga um opinber innkaup nr. 84/2007.

Einu gögnin sem stefnandi lagði fram varðandi framangreinda málsástæðu voru upplýsingar út Íslendingabók þar sem fram kom að bæjarráðsmaðurinn Gunnar Egilsson og nefndur Guðjón Egilsson eru bræður. Í dómsniðurstöðu segir að með vísan til þess sem að framan er rakið skorti bæði á að stefnandi hafi rökstutt framangreinda málsástæðu og lagt fram gögn máli sínu til stuðnings. Þá fjallaði lögmaður stefnanda ekki efnislega um framangreinda málsástæðu í málflutningi sínum fyrir dómi. Gegn mótmælum stefnda hafi stefnanda ekki tekist að sanna að nefndur Guðjón hafi haft slíka hagsmuni af útboðinu að varði vanhæfi bróður hans.