-0.5 C
Selfoss

Skemmtileg Reykjarvíkurferð nemenda frá Tónlistarskóla Rangæinga

Vinsælast

Það voru kátir fiðluleikarar frá Tónlistarskóla Rangæinga sem fóru í Reykjarvíkurferð sl. sunnudag. Samtals fóru nítján nemendur skólans á aldrinum 6 til 15 ára með kennara sínum Chrissie Thelmu Guðmundsdóttur, fiðlukennara.

Nemendurnir byrjuðu á að fara í fiðlukynningu hjá fiðlusmiðnum Jóni Marínó þar sem hann fræddi hópinn um fiðlusmíði. Þá fóru nemendur og spiluðu á fjórum stöðum. Ánægðir hlustendur á Dvalarheimilinu Grund, Barnaspítala Hringsins, Rjóðri fyrir langveik börn og Líknardeild Landspítalans hlustuðu á börnin leika nokkur verk. Þessi ferð hefur verið farin undanfarin þrjú ár að sögn Chrissiar. „Börnunum finnst þetta svo gefandi að fara og spila jólalög fyrir börn sem hugsanlega komast ekki heim um jólin.“

Nýjar fréttir