0.6 C
Selfoss
Home Fréttir Kvenfélag Þorlákshafnar gaf peningagjöf til HSU

Kvenfélag Þorlákshafnar gaf peningagjöf til HSU

0
Kvenfélag Þorlákshafnar gaf peningagjöf til HSU
Frá afhendingu gjafar Kvenfélags Þorlákshafnar.

Þann 14. nóvember sl. mættu vaskar konur frá Kvenfélagi Þorlákshafnar, þær Svava og Fjóla, á heilsugæsluna í Þorlákshöfn og afhentu formlega 200.000 króna peningagjöf.

Peningagjöfin hefur þegar verið nýtt til að endurnýja búnað og aðstöðu ungbarnaeftirlitsins í Þorlákshöfn og til kaupa á nýrri ungbarnavigt og lengdarmæli.

Allar kvenfélagskonur í Kvenfélagi Þorlákshafnar fá hugheilar þakkir fyrir alla gjafmildina, endalausa góðvild og velvilja í garð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.