8.9 C
Selfoss

Góður eins marks sigur dugði ekki til

Vinsælast

Selfyssingar léku síðari leik sinn í þriðju umferð EHF-keppninnar í handbolta gegn pólska liðinu Azoty-Pu­lawy í Hleðsluhöllinni á Selfossi í gær. Fyrri leikurinn sem leikinn var í Póllandi tapaðist með sjö mörkum og því var ljóst að verkefnið yrði erfitt.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan 13-13 að honum loknum. Selfyssingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og náðu fjögurra marka forustu 18-14. Pólverjarnir náðu að vinna þann mun upp og komust meira að segja tveimur mörkum yfir 22-24 þegar átta mínútur voru eftir. Selfyssingar náðu að snúa taflinu við í lokin og unnu eins marks sigur 28-27. Pólska liðið fór því áfram samanlegt 60-54.

Elfar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með 10 mörk, Árni Steinn Steinþórsson skoraði 8 mörk, Einar Sverrisson 4, Atli Ævar Ingólfsson 2, Hergeir Grímsson 2 og Alexander Már Egan 1. Pawel Kiepulski varði 10 skot í marki Selfoss og Sölvi Ólafsson 4. Þess má geta að Haukur Þrastarson gat ekki leikið með vegna meiðsla sem hann hlaut í leik við Fram fyrr í vikunni.

Markahæstur hjá Azoty-Pu­lawy var Mateusz Seroka með 7 mörk, Pawel Podsiadlo skoraði 6, Marko Panic 5, Piotr Maslowski 4, Piotr Jarosiewicz 2 og Lukasz Rogulski, Wojciech Guminski og Witalij Titow 1 mark hver. Vadim Bogdanov varði 12 skot og Valentyn Koshovy 1 skot.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var heiðursgestur á leiknum. Hér heilsar hann pólsku leikmönnunum ásamt Þóri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildar Selfossi. Mynd: ÖG.

Nýjar fréttir