7.3 C
Selfoss

Tillaga um stofnun starfshóps um hönnun á útisvæði Sundhallar Selfoss

Vinsælast

Á bæjarráðsfundi í Sveitarfélaginu Árborg kom fram tillaga frá menningar- og frístundafulltrúa um að stofnaður verði starfshópur um hönnun útisvæðis fyrir Sundhöll Selfoss. Hópurinn myndi vinna með hönnuðum að framtíðarskipulagi útisvæðisins sem síðan væri hægt að framkvæma í áföngum næstu árin.

„Vitað er að skólasundkennsla er komin að þolmörkum í sundlauginni og nauðsynlegt að bæta við nýrri útilaug til kennslu sem og stækka barnalaug, endurnýja rennibrautir og fjölga heitum pottum,“ segir í fundargerð bæjarráðs.

Í fjárhagsáætlun 2018 var gert ráð fyrir fjármagni í þjónustukaup af fagaðilum sem myndu aðstoða sveitarfélagið við forhönnun á útisvæði Sundhallar Selfoss. Lagt er til að í starfshópnum væru 2–3 kjörnir fulltrúar ásamt fulltrúum framkvæmdasviðs og menningar- og frístundasviðs. Bæjarráð samþykkir tillöguna. Fulltrúar bæjarstjórnar verði Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Gunnar Egilsson og Gunnar Borgþórsson. Bæjarstjóra var falið að kalla eftir fulltrúum framkvæmdasviðs og menningar- og frístundasviðs.

Nýjar fréttir