1.1 C
Selfoss

Gengið gegn einelti á Eyrarbakka og Stokkseyri

Vinsælast

Í dag 8. nóvember er árlegur baráttudagur gegn einelti. Nemendur og starfsfólk í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri halda að þessu sinni upp á daginn með því að skiptast á skreyttum krukkum með miðum sem nemendur hafa ritað jákvæð orð og setningar á.

Nemendur sem eru á Eyrarbakka ganga til móts við nemendur sem eru á Stokkseyri. Lagt verður af stað frá báðum starfsstöðvum kl. 10:00 og gengið eftir göngustígnum sem tengir þorpin saman. Þar sem hóparnir mætast afhenda vinabekkir hvor öðrum krukkuna, skiptast á fallegum orðum, takast í hendur, faðmast og ganga síðan til baka og halda áfram sinni vinnu. Foreldrar eru að sjálfsögðu boðnir velkomnir í gönguna með sínum nemendum.

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri vinnur samkvæmt eineltisáætlun Olweus. Einelti er ekki liðið í BES. Með því að styrkja samvinnu bæði meðal nemenda og starfsfólks, þá minnka líkur á einelti. Markmið skólans er að allir, bæði starfsfólk og nemendur, séu meðvitaðir um hvað einelti er og hvernig það birtist. Unnið er samkvæmt fyrirfram ákveðnu vinnuferli í eineltismálum.

Nýjar fréttir