0 C
Selfoss

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Ingólfshöfða í kynningu

Vinsælast

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnar, réttahafa lands og fulltrúi Sveitarfélags Hornafjarðar unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið í Ingólfshöfða. Drög að áætluninni hafa verið lögð fram til kynningar.

Ingólfshöfði var friðlýstur sem friðland árið 1974 og er markmið friðlýsingarinnar að varðveita og viðhalda náttúrulegu ástandi svæðisins og þá sérstaklega því fuglalífi sem finnst í höfðanum.

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Ingólfshöfða er ætlað að vera stefnumótandi skjal, unnið í samvinnu við réttahafa lands og sveitarfélag og er hugsað sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun Ingólfshöfða og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins þannig að sem mest sátt ríki um. Í áætluninni er lögð fram stefnumótum til 10 ára, ásamt aðgerðaáætlun til fimm ára.

Miðvikudaginn 10. október nk kl. 17 verður haldinn opinn kynningarfundur í Hofgarði í Öræfasveit þar sem áhugasömum gefst tækifæri til að spyrja spurninga og koma með ábendingar og athugasemdir varðandi áætlunina.

 

Nýjar fréttir