6.1 C
Selfoss
Home Fréttir Villikettir Suðurlandi bjarga læðu með kettlinga

Villikettir Suðurlandi bjarga læðu með kettlinga

0
Villikettir Suðurlandi bjarga læðu með kettlinga
Kettlingarnir tveir með læðunni. Mynd: Villikettir Suðurlands.

Félagið Villikettir var stofnað 2014. Félagið einbeitir sér að því að sinna villtum köttum m.a. með því að kortleggja búsetusvæði þeirra. Þá notast félagið við aðferðina fanga, gelda, sleppa til að sporna við fjölgun kattanna. Þeir kettlingar sem fæðast villtir er reynt að koma á gott heimili. Starfið er unnið í sjálfboðavinnu en félagar í Villiköttum Suðurlands tókst á dögunum að bjarga læðu með tvo kettlinga. Meðlimir vöktuðu svæði á Selfossi með það að markmiði að fanga læðunna og kettlingana tvo. Alls tók um tvo sólarhringa að ná þeim öllum. Kettirnir eru komnir í skjól.