1.1 C
Selfoss
Home Fréttir Fréttir Besta upplifunin og bestu staðirnir á Suðurlandi

Besta upplifunin og bestu staðirnir á Suðurlandi

0
Besta upplifunin og bestu staðirnir á Suðurlandi

Tímaritið The Reykjavík Grapevine gefur á hverju ári út sérstaka útgáfu sem kallast „The Travel Awards“. Þar er greint frá því besta sem erlendir ferðamen geta upplifað á Íslandi. Að valinu koma ýmsir sérfræðingar, listamenn, tónlistarmenn og fólk sem tengist ferðaþjónustunni. Segja má að tímaritið sé góður leiðarvísir fyrir ferðamenn sem vilja upplifa það besta á Íslandi. Þeir aðilar sem hljóta viðurkenning fá sérstakan límmiða sem þeir geta sett upp hjá sér.

Í umfjöllun um Suðurland er fyrst sagt frá Þórsmörk og m.a. gönguferð yfir Fimmvörðuháls frá Skógum í Bása í Þórsmörk.
Besti veitingastaðurinn var valinn Slippurinn í Vestmannaeyjum, Tryggvaskáli á Selfossi fékk „Runners-up“ og Friðheimar Reykholti „Budget Option“.
Besta gistingin var valin ION Adventure á Nesjavöllum, „Budget Option“ fékk Hostelið í Héraðsskólanum á Laugarvatni og „Newcomer“ var valinn Midgard Case Camp á Hvolsvelli.
Geysir Haukadal var valin besta ferðamannaverslunin, Sveitabúðin Una fékk „Runners-up“ viðurkenningu ásamt Wool Gallery í Vík.
Síðan voru valdi staðir sem ferðamenn verða að sjá. Þar var Þórsmörk valin sem „Must-See Spot“ og Svínafellsjökull og Jökulsárlón sem „Runners Up“.
Besti bað- eða sundstaðurinn var Seljavallalaug og Runners Up voru Gamla laugin á Flúðum og Landmannalaugar.
Besta gönguleiðin var Fimmvörðuháls og þar á eftir komu Bláhnúkur og Þórsmörk.
Besta ferðin eða Road Trip var frá Hveragerði til Hafnar. Síðan komu Reykjaneshringurinn og ferð frá Skaftafelli til Hafnar.
Besta útsýnisferðin var þyrluflug yfir Fjallabak. Síðan komu ferð í Þríhnúkagíga og til Vestmannaeyja.
Best Action Tour var valinn ferð á Eyjafjallajökul. Síðan komu ferð í Raufarhólshelli og hestferð um svartar fjörur hjá Vík.
Besta safnið/sýningin var valið LAVA eldfjallasetrið á Hvolsvelli. Síðan komu Eldheimar í Vestmannaeyjum og Listasafn Árnesinga í Hveragerði.
Besta kaffihúsið var valið Kaffi Krús á Selfossi og síðan Græna kannan á Sólheimum og Bókakaffið á Selfossi. Besti barinn var valinn Ölverk í Hveragerði. Síðan komu The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum og Pakkhúsið á Höfn.