6 C
Selfoss
Home Fréttir Útgáfuhóf nýrrar sakamálasögu í Húsinu

Útgáfuhóf nýrrar sakamálasögu í Húsinu

0
Útgáfuhóf nýrrar sakamálasögu í Húsinu

Eitraða barnið heitir ný sakamálasaga eftir Guðmund S. Brynjólfsson rithöfund á Eyrarbakka. Bókin verður kynnt í útgáfuhófi í Húsinu á Eyrarbakka næstkomandi laugardag, þann 15. september, klukkan 16. Kaffi og konfekt í boði. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Sögusvið bókarinnar er Eyrarbakki um aldamótin 1900 og við sögu komu þjóðþekktir menn, saklausar vinnukonur og harðsvíraðir drykkjumenn. Guðmundur hefur hlotið einróma lof fyrir fyrri skáldsögur sínar en bókin Eitraða barnið er fyrsta sakamálasaga höfundar.