5.6 C
Selfoss
Home Fréttir Ganga á vegum Ferðamálafélags Ölfuss, Blákollur – Nyrðri Eldborg

Ganga á vegum Ferðamálafélags Ölfuss, Blákollur – Nyrðri Eldborg

0
Ganga á vegum Ferðamálafélags Ölfuss, Blákollur – Nyrðri Eldborg
Mynd fengin af vef Sveitarfélagsins Ölfuss.

Ferðamálafélag Ölfuss stendur fyrir göngu upp á Blákoll – Nyrðri Eldborg. Lagt verður af stað kl. 10 laugardaginn 1. september nk. frá Meitlinum við Selvogsbraut í Þorlákshöfn.

Blákollur stendur við sunnanvert Hafnarfjall. Hann ber einnig nafnið Ölvir eða jafnvel Ölver. Fyrrum var það aðeins toppur fjallsins sem var kallaður Blákollur. Í þjóðsögum segir af þursinum Ölvi sem átti heima í fjallinu og viðureign Hallgríms Péturssonar skálds við kauða. Hallgrímur lét frýja sig til þess að kveða Ölvi úr híbýlum sínum og átti svo í megnustu vandræðum með að kveða hann niður, en að lokum dagaði Ölvi uppi og varð hann að steini (Texti: www.utivist.is). Göngustjóri er Davíð Davíðsson.