-0.5 C
Selfoss
Home Fréttir Er fita góð eða slæm?

Er fita góð eða slæm?

0
Er fita góð eða slæm?
Gunnhildur Stella, IIH heilsumarkþjálfi.

Rétta svarið er, BÆÐi, því fitur eru mjög misjafnar. Mikið unnar olíur, fitur og transifitur sem eru notaðar í unnin matvæli geta verið mjög slæmar fyrir heilsuna.

Þær geta haft áhrif á hjarta- og æðakerfið, ónæmiskerfið og stuðlað að hegðunarvandamálum. Þær geta einnig leitt til þyngdaraukningar, húðvandamála, hás blóðþrýstings og haft slæm áhrif á lifrina. Líkaminn þarf á fitu að halda til að viðhalda einangrun, hann þarf einnig á fitu að halda fyrir frásog ákveðinna vítamína og steinefna og hann þarf á fitu að halda til að vernda líffæri okkar. Hágæða fita eykur brennslu, gefur hormónajafnvægi, nærir húðina okkar, hárið og neglurnar.

En hvar get ég þá fundið hollar fitur? Avacado, olívur, og kókoshnetur eru frábær uppspretta fyrir góða fitur ásamt villtum laxi og omega-3 ríkum lífrænum eggjum.

Hnetur og fræ, og smjör unnið úr þeim eins og t.d möndlusmjör, hnetusmjör og tahini.

Ég hvet þig til að kaupa lífrænar olíur í dökkum flöskum. Leitaðu að olíum sem innihalda eitthvað af eftirfarandi: Kaldpressaðar, extra-virgin og lífrænar.

Hvernig á að nota góða fitu:
Þegar eldað/bakað er við háan hita mæli ég með því að þú notir: Íslenskt smjör, ghee, avacado olíu eða kókosolíu.

Þegar þú ert að léttsteikja mat geturðu prófað að nota lífræna ólífuolíu þar sem hún er frekar viðkvæm fyrir of háum hita.

Slæmar fitur leynast víða og því er um að gera að reyna að skipta þeim fyrir hollar og góðar fitur. Það er frábært að setja graskersfræ og hnetur út á salat og í brauð. Eins er dásamlegt að setja góða ólífuolíu eða avacado olíu yfir hver kyns salöt.

Ég geri mér grein fyrir því að það getur verið erfitt að breyta um takt og það getur verið erfitt að vita hvað er gott og hvað er slæmt. Þess vegna hvet ég fólk til þess að taka eitt skref í einu. Ef þú hefur áhuga á að vita hvernig þú getur endurstillt líkama þinn með því að taka eitt lítið skref í einu þá býð ég þér að taka þátt í ókeypis 7 daga lífsstílsbreytingu. Þessi áskorun fer fram í opnum hópi á Facebook.

Það væri mjög gaman ef þú myndi vera með! Það eina sem þú þarft að gera er að sækja um aðgang að hópnum 7 daga lífsstílsbreyting – Hleðsla fyrir Heilsuna á facebook og vera tilbúin til að taka eitt skref í einu í átt að betra lífi.

Kærleikskveðja,

Gunna Stella, IIN heilsumarkþjálfi

www.einfaldaralif.is / Instagram: gunnastella / Facebook: Einfaldara líf – Heilsumarkþjálfun