6.7 C
Selfoss

Umhverfismál heimilanna

Vinsælast

Öllum okkar daglegu athöfnum fylgir einhver neikvæð umhverfisáhrif; þegar við kaupum í matinn, ferðumst í vinnuna, klæðum okkur, kaupum húsbúnað og förum út að borða, allt hefur þetta áhrif. Að taka tillit til náttúrunnar við okkar daglegu þarfir, þarf ekki að þýða að draga þurfi úr lífsgæðum.

Við allar okkar athafnir verður losun gróðurhúsalofttegunda. Þessar gróðurhúsalofttegundir valda síðan hnattrænni hlýnun og loftslagsbreytingum sem hafa ýmis neikvæð áhrif á jörðina okkar eins og súrnun sjávar, öfgafyllra veðurfar og yfirborð sjávar hækkar vegna bráðnunar jökla. Það er mjög margt sem við getum gert sem getur hjálpað til við að draga úr losun en stærstu áhrifavaldarnir í lífi Íslendinga er, í flestum tilfellum, samgöngumátinn.

Samgöngur er ein af aðaluppsprettum losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi auk þess að hafa neikvæð áhrif á loftgæði. Þar er fyrst og fremst heimilsibíllinn sem hefur áhrif. Við getum haft áhrif á það með því að leggja heimilisbílnum meira en við gerum. Að ganga og hjóla er ekki aðeins gott fyrir umhverfið og fjárhaginn heldur líka mjög góð hreyfing. Að nota almenningssamgöngur sparar einnig útblástur gróðurhúsalofttegunda ef það dregur úr notkun einkabílsins. Samtímis minnkar álag á samgöngumannvirki, kostnað vegna viðhalds og reksturs lækkar og samhliða minnka umhverfisáhrif.

Sorpflokkun og endurvinnsla er vel á veg komin í flestum sveitarfélögum á Íslandi. Það er mikið þjóðþrifamál að koma sem flestum hlutum til endurnotkunar eða endurvinnslu. Til þess að minnka það sem við þurfum að endurvinna þarf að skoða innkaup og neyslu heimilisins. Við þurfum að hafa í huga að öll neyslan okkar hefur áhrif á jörðina okkar, framleiðsla, flutningar, geymsla og förgun á öllum þessum hlutum. Öll neysla losar gróðurhúsalofttegundir og önnur mengunarefni og því skiptir miklu máli að í hvert skipti sem við ætlum að kaupa eitthvað, að við hugsum okkur um og veltum fyrir okkur hvort við raunverulega þurfum á þessu að halda. Að sleppa því að kaupa poka, eina peysu í viðbót, kertastjaka eða aðrar óþarfa vörur er eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að draga úr umhverfisáhrifum okkar.

Áhugasömum um grænan lífsstíl geta skoðað vefsíðuna grænn.is. Þar er að finna umfjöllun um grænan lífsstíl. Vefnum er haldið úti af Umhverfisstofnun.

Nýjar fréttir